Lífið

Popparar heiðra Lennon

Óttar Felix blæs til mikillar veislu þann 9. september á Nasa þegar fjöldi tónlistarmanna heiðrar minninguJ ohns Lennon.
Óttar Felix blæs til mikillar veislu þann 9. september á Nasa þegar fjöldi tónlistarmanna heiðrar minninguJ ohns Lennon.

Einvalalið íslenskra tónlistarmanna hyggst heiðra Bítlagoðsögnina John Lennon á tónleikum á Nasa. Skipuleggjandi tónleikanna ætlar að bjóða Yoko Ono og býst fastlega við að hún þekkist boðið. Þar til annað kemur í ljós.

Tónleikarnir verða 09.09.09 eða miðvikudaginn 9. september. Óttar Felix Hauksson, sem hefur veg og vanda af veislunni, segir dagsetninguna enga tilviljun þótt sú staðreynd liggi ekki alveg í augum uppi hjá hinum sauðsvarta almúga. „Talan níu var mikill örlagavaldur í lífi Lennons. Hann var náttúrlega fæddur þann 9. október, Yoko Ono hitti hann í fyrsta skipti þann 9. nóvember 1966, níu árum eftir að leiðir hans og Pauls McCartney lágu fyrst saman, og Sean, sonur hans, fæddist þann 9. október," útskýrir Óttar.

Hann bætir við að þótt Lennon hafi verið skotinn af Mark Chapman síðla kvölds þann 8. desember 1980 í New York þá hafi 9. desember verið runninn upp í fæðingaborg hans, Liverpool. „Og svo samdi Lennon þrjú lög með tölunni níu; One After 909, Revolution 909 og #9 Dream." Sem sagt, Lennon lifði í níunni og Óttar segir það einfaldlega skyldu sína að heiðra minningu Bítilsins á þessum degi. „Við fáum ekki aðra svona dagsetningu fyrr en eftir þúsund ár."

Óttar hefur fengið til liðs við sig fjölbreyttan hóp söngvara sem ætla að spreyta sig á mörgum af þekktustu lögum Bítlanna og Lennons. Meðal þeirra má nefna Björgvin Halldórsson, Egil Ólafs, Hauk Heiðar yngri, Helga Björns, Ingó, Krumma og Stefán Hilmarsson. „Fyrri hlutinn verður tileinkaður ferli Lennons með Bítlunum og þá fá gestir að heyra lög á borð við Ticket to Ride, In My Life og Lucy in the Sky with Diamonds. Eftir hlé horfum við síðan til New York-tímabilsins og sólóferilsins," útskýrir Óttar en þá ættu að hljóma lög á borð við Working Class Hero, Imagine og Jealous Guy. Óttar hyggst að sjálfsögðu senda Yoko Ono, ekkju Lennons, boðskort. „Og þangað til annað kemur í ljós þá geri ég fastlega ráð fyrir því að hún mæti."freyrgigja@frettabladid.is












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.