Barðastrandarfórnalamb: Barnabörnin þora ekki í heimsókn Andri Ólafsson skrifar 6. október 2009 18:41 "Barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn," segir úrsmiður á áttræðisaldri sem var barinn og rændur á heimili sínu í sumar. Réttað var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar sagði úrsmiðurinn frá því hvernig hann var bundinn á höndum og fótum á meðan ræningjarnir létu greipar sópa á heimili hans. Tvö rán sem framin voru fyrr á þessu ári vöktu mikinn óhug enda nánast án fordæma hér á landi. Þau áttu það sameiginlegt að brotist var inn á heimili, ráðist á húsráðendur og þeir barðir og bundnir áður en greipar voru látnar sópa um heimilið. Fyrra málið var á Arnarnesi en það síðara á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi í dag. Fjórir eru ákærðir. Tveir fyrir að brjótast inn í hús við Barðaströnd og ráðast á húsráðanda. Einn er ákærður fyrir að aka ræningjunum til og frá vettvangi og sá fjórði er ákærður fyrir skipulagningu ránsins. Sá heitir Axel Karl Gíslason og er með langan feril afbrota á bakinu. Meðal annars fyrir frelsissviptingu og mannrán. Húsráðandinn lýsti því í dag hvernig annar innbrotsþjófurinn réðst á hann og kýldi í andlitið. Hvernig hann var því næst bundinn á höndum og fótum og hótað að hann yrði úðaður með piparúða ef hann hreyfði sig. Úrsmiðurinn er á áttræðisaldri og sagðist hafa óttast um líf sítt þar sem hann lá bjargarlaus á gólfinu með hendur bundnar fyrir aftan bak. Sækjandi spurði hvaða afleiðingar ránið hefði haft. Húsráðandinn svaraði því til að áverkarnir í andlitinu hefðu gróið fljótt, en andlegar afleiðingar væru stærri og meira. Hann finni enn til óöryggistilfinningar á heimili sínu. En það versta er, sagði húsráðandinn, að barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn eftir ránið. Miðað við dóma sem féllu í Arnarnesmálinu svokallaða þá eiga fjórmenningarnir sem ákærðir hafa verið fyrir ránið á Seltjarnarnesi von á tveggja til tveggja og hálfs árs fangelsi. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira
"Barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn," segir úrsmiður á áttræðisaldri sem var barinn og rændur á heimili sínu í sumar. Réttað var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar sagði úrsmiðurinn frá því hvernig hann var bundinn á höndum og fótum á meðan ræningjarnir létu greipar sópa á heimili hans. Tvö rán sem framin voru fyrr á þessu ári vöktu mikinn óhug enda nánast án fordæma hér á landi. Þau áttu það sameiginlegt að brotist var inn á heimili, ráðist á húsráðendur og þeir barðir og bundnir áður en greipar voru látnar sópa um heimilið. Fyrra málið var á Arnarnesi en það síðara á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi í dag. Fjórir eru ákærðir. Tveir fyrir að brjótast inn í hús við Barðaströnd og ráðast á húsráðanda. Einn er ákærður fyrir að aka ræningjunum til og frá vettvangi og sá fjórði er ákærður fyrir skipulagningu ránsins. Sá heitir Axel Karl Gíslason og er með langan feril afbrota á bakinu. Meðal annars fyrir frelsissviptingu og mannrán. Húsráðandinn lýsti því í dag hvernig annar innbrotsþjófurinn réðst á hann og kýldi í andlitið. Hvernig hann var því næst bundinn á höndum og fótum og hótað að hann yrði úðaður með piparúða ef hann hreyfði sig. Úrsmiðurinn er á áttræðisaldri og sagðist hafa óttast um líf sítt þar sem hann lá bjargarlaus á gólfinu með hendur bundnar fyrir aftan bak. Sækjandi spurði hvaða afleiðingar ránið hefði haft. Húsráðandinn svaraði því til að áverkarnir í andlitinu hefðu gróið fljótt, en andlegar afleiðingar væru stærri og meira. Hann finni enn til óöryggistilfinningar á heimili sínu. En það versta er, sagði húsráðandinn, að barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn eftir ránið. Miðað við dóma sem féllu í Arnarnesmálinu svokallaða þá eiga fjórmenningarnir sem ákærðir hafa verið fyrir ránið á Seltjarnarnesi von á tveggja til tveggja og hálfs árs fangelsi.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Sjá meira