Barðastrandarfórnalamb: Barnabörnin þora ekki í heimsókn Andri Ólafsson skrifar 6. október 2009 18:41 "Barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn," segir úrsmiður á áttræðisaldri sem var barinn og rændur á heimili sínu í sumar. Réttað var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar sagði úrsmiðurinn frá því hvernig hann var bundinn á höndum og fótum á meðan ræningjarnir létu greipar sópa á heimili hans. Tvö rán sem framin voru fyrr á þessu ári vöktu mikinn óhug enda nánast án fordæma hér á landi. Þau áttu það sameiginlegt að brotist var inn á heimili, ráðist á húsráðendur og þeir barðir og bundnir áður en greipar voru látnar sópa um heimilið. Fyrra málið var á Arnarnesi en það síðara á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi í dag. Fjórir eru ákærðir. Tveir fyrir að brjótast inn í hús við Barðaströnd og ráðast á húsráðanda. Einn er ákærður fyrir að aka ræningjunum til og frá vettvangi og sá fjórði er ákærður fyrir skipulagningu ránsins. Sá heitir Axel Karl Gíslason og er með langan feril afbrota á bakinu. Meðal annars fyrir frelsissviptingu og mannrán. Húsráðandinn lýsti því í dag hvernig annar innbrotsþjófurinn réðst á hann og kýldi í andlitið. Hvernig hann var því næst bundinn á höndum og fótum og hótað að hann yrði úðaður með piparúða ef hann hreyfði sig. Úrsmiðurinn er á áttræðisaldri og sagðist hafa óttast um líf sítt þar sem hann lá bjargarlaus á gólfinu með hendur bundnar fyrir aftan bak. Sækjandi spurði hvaða afleiðingar ránið hefði haft. Húsráðandinn svaraði því til að áverkarnir í andlitinu hefðu gróið fljótt, en andlegar afleiðingar væru stærri og meira. Hann finni enn til óöryggistilfinningar á heimili sínu. En það versta er, sagði húsráðandinn, að barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn eftir ránið. Miðað við dóma sem féllu í Arnarnesmálinu svokallaða þá eiga fjórmenningarnir sem ákærðir hafa verið fyrir ránið á Seltjarnarnesi von á tveggja til tveggja og hálfs árs fangelsi. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira
"Barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn," segir úrsmiður á áttræðisaldri sem var barinn og rændur á heimili sínu í sumar. Réttað var í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en þar sagði úrsmiðurinn frá því hvernig hann var bundinn á höndum og fótum á meðan ræningjarnir létu greipar sópa á heimili hans. Tvö rán sem framin voru fyrr á þessu ári vöktu mikinn óhug enda nánast án fordæma hér á landi. Þau áttu það sameiginlegt að brotist var inn á heimili, ráðist á húsráðendur og þeir barðir og bundnir áður en greipar voru látnar sópa um heimilið. Fyrra málið var á Arnarnesi en það síðara á Seltjarnarnesi. Seltjarnarnesmálið var tekið fyrir í Héraðsdómi í dag. Fjórir eru ákærðir. Tveir fyrir að brjótast inn í hús við Barðaströnd og ráðast á húsráðanda. Einn er ákærður fyrir að aka ræningjunum til og frá vettvangi og sá fjórði er ákærður fyrir skipulagningu ránsins. Sá heitir Axel Karl Gíslason og er með langan feril afbrota á bakinu. Meðal annars fyrir frelsissviptingu og mannrán. Húsráðandinn lýsti því í dag hvernig annar innbrotsþjófurinn réðst á hann og kýldi í andlitið. Hvernig hann var því næst bundinn á höndum og fótum og hótað að hann yrði úðaður með piparúða ef hann hreyfði sig. Úrsmiðurinn er á áttræðisaldri og sagðist hafa óttast um líf sítt þar sem hann lá bjargarlaus á gólfinu með hendur bundnar fyrir aftan bak. Sækjandi spurði hvaða afleiðingar ránið hefði haft. Húsráðandinn svaraði því til að áverkarnir í andlitinu hefðu gróið fljótt, en andlegar afleiðingar væru stærri og meira. Hann finni enn til óöryggistilfinningar á heimili sínu. En það versta er, sagði húsráðandinn, að barnabörnin þora ekki lengur að koma í heimsókn eftir ránið. Miðað við dóma sem féllu í Arnarnesmálinu svokallaða þá eiga fjórmenningarnir sem ákærðir hafa verið fyrir ránið á Seltjarnarnesi von á tveggja til tveggja og hálfs árs fangelsi.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Maðurinn fundinn Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Sjá meira