Lífið

Missti af fluginu til London

Holtavörðuheiðin stöðvaði Lundúnaferð Kristrúnar.
Holtavörðuheiðin stöðvaði Lundúnaferð Kristrúnar.

„Hann var mjög svekktur og ég auðvitað líka,“ segir fyrirsætan og neminn Kristrún Ösp Barkardóttir.

Fréttablaðið greindi frá því á laugardag að Kristrún væri á leiðinni til Bretlands að hitta fótboltakappann Dwight Yorke og ætluðu þau að fagna nýrri ævisögu kappans sem kom út í síðustu viku. Hann ætlaði að taka á móti henni í London og þau ætluðu að eyða helginni saman, en íslenska veðráttan varð til þess að hún missti af fluginu út.

„Ég þorði ekki að keyra suður,“ segir Kristrún, sem býr á Akureyri. Mikil hálka var á Holtavörðuheiði og nokkrir bílar fóru út af. Hún átti flug til London snemma um morguninn svo að hún gat ekki farið frá Akureyri til Reykjavíkur með flugi á laugardag.

Kristrún býst þó við að hitta Yorke á næstunni og er hann búinn að lofa því að bjóða henni út þegar hann snýr aftur úr Karíbahafinu, en þangað hélt hann í gær.

Ævisaga Yorke hefur vakið mjög mikla athygli í Bretlandi og þá sérstaklega ummæli hans um glamúrmódelið og athafnakonuna Jordan. Þau áttu í ástarsambandi á árum áður og eiga saman soninn Harvey. Yorke lýsir sambandi þeirra í smáatriðum og gagnrýnir hana fyrir að leyfa sér ekki að umgangast son sinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.