Innlent

Lífríki í Varmá að taka við sér

Hveragerði.
Hveragerði.

Lífríki í Varmá, sem rennur í gegnum Hveragerði og Ölfus, virðist vera að taka við sér eftir mengunarslys þar haustið 2007, þegar klór rann óvart út í ána frá sundlauginni í Hveragerði og olli miklum fiskadauða.

Þar hófst silungs- og urriðaveiðin í gær, eftir friðun í fyrra, og fengu veiðimenn allgóðan afla, meðal annars einn 14 punda urriða. Sjóbirtingsveiði hófst líka í gær í Skaftafellssýslunum og í Kelduhverfi, og þar virðist veiðitímabilið líka ætla að fara vel af stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×