Lífið

Orsök dauða Jackson liggja fyrir á næstu dögum

Nákvæm orsök dauða Michaels Jackson munu liggja fyrir á næstu dögum þegar niðurstöður úr eiturefnaprófunum liggja fyrir. Aðstoðardánardómstjórinn Ed Winter segir að niðurstöður sumra prófa sem gerð voru á Jackson þegar liggja fyrir. Aðrar niðurstöður munu liggja fyrir í lok þessarar viku eða í byrjun þeirrar næstu.

Um leið og allar niðurstöður liggja fyrir verða þær birtar næsta dag.

Michael Jackson lést þann 25. júní að heimili sínu í Los Angeles, aðeins fimmtíu ára að aldri. Verið er að rannsaka hvort að konungurinn hafi innbyrt lyfseðilskyld lyf í miklu magni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.