Lífið

Keppa fyrir hönd Íslands

Stuttmynd Rúnars, Anna, keppir fyrir hönd Dana.
Stuttmynd Rúnars, Anna, keppir fyrir hönd Dana.

Keppnismyndir Nordisk Panorama hafa verið tilnefndar. Fyrir hönd Íslands keppir Draumalandið í flokknum besta heimildarmyndin. Um bestu stuttmyndina keppa Epik feil eftir Ragnar Agnarsson, Álagablettir eftir Unu Lorenzen og Sugarcube eftir Söru Gunnarsdóttur. Þá keppir lokaverkefni Rúnars Rúnarssonar, Anna, fyrir hönd Danmerkur.

Tilnefnd fyrir hönd landsins sem Ný norræn rödd er myndin Hnappurinn eftir Sigurbjörn Búa Baldvinsson. Á fjármögnunarmessunni svokölluðu verða Adequate Beings, sem Poppoli Pictures framleiða, og Reynir the Strong, í framleiðslu Zeta Productions ehf., kynntar.

Nordisk Panorama fagnar nú tuttugu ára afmæli en hún er haldin í Reykjavík 25. til 30. september.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.