Léku sér að rúgbrauði 18. nóvember 2009 04:15 Athafnasemin allsráðandi. Hrönn sýnir hér rúgbrauðsréttina og í baksýn má sjá glitta í forláta handstúkur eftir íslenskar listakonur. Það var líflegt á Café Loka við Lokastíg í gær þegar boðið var upp á rúgbrauðsveislu í tilefni Athafnaviku. Meðal annars var boðið upp á framandi rétti á borð við rúgbrauðsís og rúgbrauðskex. „Við köllum þetta Leik að rúgbrauði,“ segir Hrönn Vilhelmsdóttir, sem rekur Café Loka og hönnunarverslunina Textíl ásamt manni sínum, Þórólfi Antonssyni. „Við erum með mjög gott rúgbrauð alla daga en í tilefni af Athafnavikunni ákváðum við að breyta til og gera tilraunir,“ segir Hrönn. Þau hafi því boðið upp á margrétta rúgbrauðsmáltíð með nýstárlegum samsetningum. Á matseðlinum er rúgbrauð með fjórum áleggstegundum: karrísíldarsalati, tvíreyktu hangikjötstartar og piparrótarrjóma, silungi og eggjahlaupi og síðast salamiblómi. Þar að auki var boðið upp á rúgbrauðsís með þurrkuðu rúgbrauði sem líkist krókant, og svokallað rúgbrauðskex, sem í raun er þurrkað rúgbrauð og segir Hrönn það lostæti með volgri lifrarkæfu. „Það var mjög líflegt hjá okkur í hádeginu,“ segir Hrönn. Fjöldi fólks hafi komið og gætt sér á rúgbrauðinu og öllum líkað vel. „Vala Matt gat ekki hamið sig yfir rúgbrauðsísnum. Henni fannst þetta svo gott,“ bætir Hrönn við. Líklega verði ísnum haldið á matseðlinum vegna vinsældanna. Réttirnir verða í boði fram yfir helgi. Þá hefur Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur verið kölluð til á laugardaginn næsta til að flytja fyrirlestur um rúgbrauð og kosti þess. Þema Athafnavikunnar í gær var athafnasemi kvenna, og af því tilefni ákvað Hrönn að fá einnig nokkrar listakonur til að sýna handgerðar handstúkur og grifflur í versluninni Textíl á hæðinni fyrir neðan Café Loka. Hrönn segir handstúkurnar hafa verið afar ólíkar. Ein listakonan hafi til dæmis gert sínar úr hreindýraleðri, önnur úr blöndu af þæfðri ull og silki og blúndum og sú þriðja úr jurtalituðu bandi. stigur@frettabladid.is Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira
Það var líflegt á Café Loka við Lokastíg í gær þegar boðið var upp á rúgbrauðsveislu í tilefni Athafnaviku. Meðal annars var boðið upp á framandi rétti á borð við rúgbrauðsís og rúgbrauðskex. „Við köllum þetta Leik að rúgbrauði,“ segir Hrönn Vilhelmsdóttir, sem rekur Café Loka og hönnunarverslunina Textíl ásamt manni sínum, Þórólfi Antonssyni. „Við erum með mjög gott rúgbrauð alla daga en í tilefni af Athafnavikunni ákváðum við að breyta til og gera tilraunir,“ segir Hrönn. Þau hafi því boðið upp á margrétta rúgbrauðsmáltíð með nýstárlegum samsetningum. Á matseðlinum er rúgbrauð með fjórum áleggstegundum: karrísíldarsalati, tvíreyktu hangikjötstartar og piparrótarrjóma, silungi og eggjahlaupi og síðast salamiblómi. Þar að auki var boðið upp á rúgbrauðsís með þurrkuðu rúgbrauði sem líkist krókant, og svokallað rúgbrauðskex, sem í raun er þurrkað rúgbrauð og segir Hrönn það lostæti með volgri lifrarkæfu. „Það var mjög líflegt hjá okkur í hádeginu,“ segir Hrönn. Fjöldi fólks hafi komið og gætt sér á rúgbrauðinu og öllum líkað vel. „Vala Matt gat ekki hamið sig yfir rúgbrauðsísnum. Henni fannst þetta svo gott,“ bætir Hrönn við. Líklega verði ísnum haldið á matseðlinum vegna vinsældanna. Réttirnir verða í boði fram yfir helgi. Þá hefur Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur verið kölluð til á laugardaginn næsta til að flytja fyrirlestur um rúgbrauð og kosti þess. Þema Athafnavikunnar í gær var athafnasemi kvenna, og af því tilefni ákvað Hrönn að fá einnig nokkrar listakonur til að sýna handgerðar handstúkur og grifflur í versluninni Textíl á hæðinni fyrir neðan Café Loka. Hrönn segir handstúkurnar hafa verið afar ólíkar. Ein listakonan hafi til dæmis gert sínar úr hreindýraleðri, önnur úr blöndu af þæfðri ull og silki og blúndum og sú þriðja úr jurtalituðu bandi. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Sjá meira