Innlent

Strandaði á Pollinum

Akureyri.
Akureyri.

Engan sakaði þegar átta tonna skemmtibátur úr plasti strandaði á Pollinum við Akureyri í gærkvöldi, skammt frá brúnni yfir Eyjafjarðará. Fjórir fullorðnir og fjögur börn voru um borð. Fyrst fóru björgunarsveitarmenn á gúmmíbáti á vettvang, en síðan kom hafnsögubáturinn á staðinn og dró bátinn á flot. Hann er að líkindum óskemmdur þar sem hann strandaði á sandrifi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×