Lífið

Nýtt myndband GusGus frumsýnt

gus gus Nýtt myndband við lagið Add This Song verður frumflutt á mánudaginn. Stebbi Steph er ánægður með útkomuna.
gus gus Nýtt myndband við lagið Add This Song verður frumflutt á mánudaginn. Stebbi Steph er ánægður með útkomuna.

Nýtt myndband hljómsveitarinnar Gus Gus við lagið Add This Song verður frumflutt hjá bresku útgáfunni af Myspace á mánudaginn.

Eftir það fer myndbandið í sýningar víða um netið, þar á meðal á Youtube, Daily Motion, Muzu, Babelgum, Current TV, Vimeo og Virb.

Einnig verður það sýnt á innlendum síðum og á sjónvarpsstöðvum bæði hér heima og erlendis.

Add This Song er fyrsta smáskífulagið af plötunni 24/7 sem kemur út 14. september. Tvö ár eru liðin síðan síðasta plata Gus Gus, Forever, kom út við góðar undirtektir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.