Árni Bergmann skrifar ævisögu Gunnars Eyjólfssonar 10. október 2009 06:00 Ævisaga í smíðum <B>Gunnar Eyjólfsson er ákaflega leyndardómsfullur og dulur yfir ævisagnaritun sinni en </B>Árni Bergmann hefur tekið við keflinu af Illuga Jökulssyni og saman fara þeir Gunnar yfir snældur sem Gunnar á með hugrenningum sínum. „Jú, þetta er rétt, annars erum við bara rétt að byrja og það er varla tímabært að tala um þetta," segir stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson. Hann er nú farinn að leggja drög að ritun ævisögu sinnar ásamt sveitunga sínum, Árna Bergmann. Upphaflega stóð til að Illugi Jökulsson myndi skrifa sögu Gunnars en hann féll úr skaftinu vegna anna og Árni hljóp í skarðið. Illugi sagðist í samtali við Fréttablaðið hafa mælt með Árna og kvaðst vera ánægður með að hann hefði fengist til verksins. Gunnar tekur í sama streng, er sáttur með skiptin þótt vissulega sjái hann eftir Illuga. „Árni er Keflvíkingur eins og ég og Keflvíkingar eru Keflvíkingar, þeir eru öðruvísi en annað fólk," segir Gunnar og bætir því við, fólki til upplýsingar, að Bergmann-fjölskyldan sé ein af kjarnafjölskyldunum í Keflavík. Svo sé Árni líka góður rithöfundur. „Ég hef kynnst Árna mjög vel hin síðari ár," skýtur Gunnar að en Forlagið hefur þegar tryggt sér útgáfuréttinn að bókinni. „Jóhann Páll, JPV, er áhugasamur maður sem fylgist vel með," útskýrir Gunnar. Stórleikarinn verður hálf kjaftstopp þegar hann er spurður hvort þetta sé rétti tíminn til að skrifa ævisöguna. „Það hafa margir yngri menn en ég skrifað sína sögu, en við erum bara að byrja og ég veit ekkert hvenær þessu lýkur. Er ekki ævin öll þegar maður fer yfir móðuna miklu?" spyr Gunnar og leyfir sér að efast um að einhverjir bíði í ofvæni eftir því að þessi ævisaga hans komi út. Og verður að hryggja þá sem það gera með því að það verði í það minnsta ekki fyrir þessi jól. „Góð bók má svo sem koma út hvenær sem er en auðvitað finnst mörgum gaman að gefa út bók um jólin," segir Gunnar, dulur og leyndardómsfullur um þessa ævisögu sína. Augljóst er að þessi ævisagnaritun hefur staðið til lengi því Gunnar upplýsir að hann hafi tekið upp hugrenningar sínar á snældur og hann og Árni séu að fara í gegnum þær þessa dagana. „Það er ýmislegt sem hefur á daga manns drifið, maður er búinn að rifja ýmsa hluti upp og þá er margt sem kemur í ljós." freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja Laugarásveginn Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Sjá meira
„Jú, þetta er rétt, annars erum við bara rétt að byrja og það er varla tímabært að tala um þetta," segir stórleikarinn Gunnar Eyjólfsson. Hann er nú farinn að leggja drög að ritun ævisögu sinnar ásamt sveitunga sínum, Árna Bergmann. Upphaflega stóð til að Illugi Jökulsson myndi skrifa sögu Gunnars en hann féll úr skaftinu vegna anna og Árni hljóp í skarðið. Illugi sagðist í samtali við Fréttablaðið hafa mælt með Árna og kvaðst vera ánægður með að hann hefði fengist til verksins. Gunnar tekur í sama streng, er sáttur með skiptin þótt vissulega sjái hann eftir Illuga. „Árni er Keflvíkingur eins og ég og Keflvíkingar eru Keflvíkingar, þeir eru öðruvísi en annað fólk," segir Gunnar og bætir því við, fólki til upplýsingar, að Bergmann-fjölskyldan sé ein af kjarnafjölskyldunum í Keflavík. Svo sé Árni líka góður rithöfundur. „Ég hef kynnst Árna mjög vel hin síðari ár," skýtur Gunnar að en Forlagið hefur þegar tryggt sér útgáfuréttinn að bókinni. „Jóhann Páll, JPV, er áhugasamur maður sem fylgist vel með," útskýrir Gunnar. Stórleikarinn verður hálf kjaftstopp þegar hann er spurður hvort þetta sé rétti tíminn til að skrifa ævisöguna. „Það hafa margir yngri menn en ég skrifað sína sögu, en við erum bara að byrja og ég veit ekkert hvenær þessu lýkur. Er ekki ævin öll þegar maður fer yfir móðuna miklu?" spyr Gunnar og leyfir sér að efast um að einhverjir bíði í ofvæni eftir því að þessi ævisaga hans komi út. Og verður að hryggja þá sem það gera með því að það verði í það minnsta ekki fyrir þessi jól. „Góð bók má svo sem koma út hvenær sem er en auðvitað finnst mörgum gaman að gefa út bók um jólin," segir Gunnar, dulur og leyndardómsfullur um þessa ævisögu sína. Augljóst er að þessi ævisagnaritun hefur staðið til lengi því Gunnar upplýsir að hann hafi tekið upp hugrenningar sínar á snældur og hann og Árni séu að fara í gegnum þær þessa dagana. „Það er ýmislegt sem hefur á daga manns drifið, maður er búinn að rifja ýmsa hluti upp og þá er margt sem kemur í ljós." freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning „Geðrækt þarf ekki að vera flókin“ Lífið samstarf Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja Laugarásveginn Lífið Hætta óvænt við tónleikaferðalög sín Tónlist Fleiri fréttir Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til Sjá meira
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning
Viðbjóðurinn fær sviðsljósið: „Eilíft vakir minning þín, slef, prump, piss, og þvag og slím“ Menning