Lífið

Gómsætar minningar

Súkkulaðiminjar Minjagripir Örnu Rutar eru girnilegir á að líta. 
mynd/maría guðrún Rúnarsdóttir
Súkkulaðiminjar Minjagripir Örnu Rutar eru girnilegir á að líta. mynd/maría guðrún Rúnarsdóttir

„Upprunalega hugmyndin varð til í kringum vinnu í stuttum kúrs við Listaháskólann. Þar áttum við að vinna verkefni fyrir sælgætisverksmiðjuna Nóa Síríus. Ég ákvað svo að halda verkefninu áfram og notaði hugmyndina í lokaverkefnið mitt og þróaði það töluvert og við það breyttist konseptið og ég hætti að vinna með klisjur og fór að vinna meira með raunveruleikann," segir Arna Rut Þorleifsdóttir vöruhönnuður um minjagripi sem hún hefur hannað.

Minjagripirnir eru nokkuð óvenjulegir fyrir þær sakir að þeir eru búnir til úr súkkulaði sem unnið er í samstarfi við Sandholt-bakaríið. Innblástur sótti Arna Rut í sitt nánasta umhverfi þar sem hálfkláruð hús, vinnupallar og byggingakranar blöstu hvarvetna við og eru gripirnir eftirlíking af þessum hálfkláruðu húsum.

„Mig langaði líka að gera einstakan minjagrip, eitthvað sem væri ólíkt því sem nú þegar er til. Eins langaði mig að gera minjagrip sem myndi ekki enda ofan í skúffu í framtíðinni," segir Arna Rut. Hún segir súkkulaðið hafa fengið góðar viðtökur og er meðal annars hægt að nálgast það í versluninni Kraum, 66°N, Kaffi Loka og í Hallgrímskirkju, en eitt mótið er einmitt af kirkjunni.

- sm






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.