Íslenski boltinn

Hagnaður hjá knattspyrnudeild FH

Mynd/E.Stefán
Knattspyrnudeild FH var rekin með 13 milljóna króna hagnaði á síðasta ár og velta deildarinnar nam 200 milljónum króna. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar 2.

FH tekjufærði 160 þúsund evrur sem í árslok voru 27 milljónir króna, sem félagið vann sér inn fyrir þátttöku í Evrópukeppninni á síðasta ári. Sú fjárhæð kemur til greiðslu í október á þessu ári.

Jón Rúnar Halldórsson formaður knattspyrnudeildar FH segir stöðu knattspyrnudeildar góða, en mestur sé styrkurinn á félags- og íþróttasviðinu.

Knattspyrnudeild FH hefur skilað hagnaði tíu sinnum á síðustu ellefu árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×