Nýjar brýr yfir Hvítá og Þjórsá boðnar út 4. febrúar 2009 19:20 Tvær nýjar brýr yfir stórfljót Suðurlands, Hvítá og Þjórsá, umbylta samgöngum um helsta landbúnaðarhérað landsins og um þéttbýlustu sumarhúsasvæðin. Báðar brýrnar eiga að vera tilbúnar á næsta ári.Fyrir íbúa sveitanna og þorpanna í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu styttast leiðir verulega með þessum tveimur nýju brúm, og nýir ferðamöguleikar skapast sem þúsundir sumarhúsagesta og tugþúsundir ferðalanga eiga væntanlega eftir að nýta sér á hverju ári.Þannig mun leiðin milli Flúða og Hellu styttast um hátt í 20 kílómetra. Leiðin milli Flúða og Reykholts í Biskupstungum er 35 kílómetra löng um Iðubrú hjá Laugarási en verður aðeins 9 kílómetrar með nýrri Hvítárbrú við Bræðratungu. Með henni verður aðeins nokkurra mínútna skottúr milli Reykholts og Flúða en þorpin, sem bæði státa af sundlaug, grunnskóla og garðyrkjustöðvum, eiga það einnig sammerkt að þjónusta ferðamenn og dvalargesti nokkurra stærstu sumarbústaðasvæða landsins.Nýja brúin yfir Þjórsá verður á móts við Árnes, en Vegagerðin reisir hana í samstarfi við Landsvirkjun. Stefnt er að því að nýja Þjórsárbrúin verði boðin út í vor, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.Áætlað er að brýrnar ásamt vegarlagningu kosti samtals um tvo og hálfan milljarð króna og báðar eiga að vera tilbúnar á síðari hluta næsta árs. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira
Tvær nýjar brýr yfir stórfljót Suðurlands, Hvítá og Þjórsá, umbylta samgöngum um helsta landbúnaðarhérað landsins og um þéttbýlustu sumarhúsasvæðin. Báðar brýrnar eiga að vera tilbúnar á næsta ári.Fyrir íbúa sveitanna og þorpanna í uppsveitum Árnes- og Rangárvallasýslu styttast leiðir verulega með þessum tveimur nýju brúm, og nýir ferðamöguleikar skapast sem þúsundir sumarhúsagesta og tugþúsundir ferðalanga eiga væntanlega eftir að nýta sér á hverju ári.Þannig mun leiðin milli Flúða og Hellu styttast um hátt í 20 kílómetra. Leiðin milli Flúða og Reykholts í Biskupstungum er 35 kílómetra löng um Iðubrú hjá Laugarási en verður aðeins 9 kílómetrar með nýrri Hvítárbrú við Bræðratungu. Með henni verður aðeins nokkurra mínútna skottúr milli Reykholts og Flúða en þorpin, sem bæði státa af sundlaug, grunnskóla og garðyrkjustöðvum, eiga það einnig sammerkt að þjónusta ferðamenn og dvalargesti nokkurra stærstu sumarbústaðasvæða landsins.Nýja brúin yfir Þjórsá verður á móts við Árnes, en Vegagerðin reisir hana í samstarfi við Landsvirkjun. Stefnt er að því að nýja Þjórsárbrúin verði boðin út í vor, samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar.Áætlað er að brýrnar ásamt vegarlagningu kosti samtals um tvo og hálfan milljarð króna og báðar eiga að vera tilbúnar á síðari hluta næsta árs.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Sjá meira