Lífið

Félagar fengu hæstu einkunn

Einir og Örn standa við róbótaarminn sem þeir notuðu í lokaverkefninu og fengu hæstu einkunn fyrir.
Einir og Örn standa við róbótaarminn sem þeir notuðu í lokaverkefninu og fengu hæstu einkunn fyrir.

Félagarnir Einir Guðlaugsson og Örn Ingólfsson útskrifuðust með hæstu einkunn, eða 12, úr meistaranámi sínu í verkfræði við Tækniháskólann í Danmörku. „Maður er alveg í skýjunum og er í rauninni ekki alveg búinn að fatta að maður sé búinn með þetta,“ segir Einir. „Þetta kom skemmtilega á óvart en við vorum búnir að vinna að hart að þessu verkefni og stefndum á þetta.“

Lokaverkefnið, sem tók hálft ár í vinnslu, fólst í þvi að hanna sérstaka stýringu fyrir róbótaarm. Slíkir armar eru orðnir mjög þekktir í færibandaiðnaði, bæði í bílaiðnaði og hjá fyrirtækjum á borð við Marel.

Einir og Örn útskrifuðust úr Háskóla Íslands árið 2007 og hafa fylgst að allan sinn háskólaferil. „Við erum búnir að vera í nákvæmlega sömu kúrsum og sama námi síðan við byrjuðum í HÍ. Það er ekki mjög algengt að menn séu að gera þetta. Síðan máttum við taka tveir saman lokaverkefnið, þannig að það hefur verið fínt samstarf á milli okkar,“ segir Einir. Spurður hvort þeir ætli ekki að halda áfram að starfa saman eftir námið segir hann það óvíst. „Þrátt fyrir gott samstarf held ég að það verði einhvern tímann að klippa á naflastrenginn en ef það myndi bjóðast yrði það örugglega gott.“

Einir er ekki ókunnur góðum einkunnum því þegar hann útskrifaðist úr FG á sínum tíma dúxaði hann með 9,8 í einkunn, sem er met.Einnig tók hann þátt í Idol-keppninni árið 2004 en datt út í 32 manna úrslitum, sem sýnir þó að hann er hæfileikaríkur piltur með eindæmum. -fb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.