Innlent

Lýst eftir sextán ára pilti

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Sæþór Bragi Sölvason.
Sæþór Bragi Sölvason.
Lögreglan á Höfuðborgarsvæðinu leitar að sextán ára pilti, Sæþóri Braga Sölvasyni.

Til Sæþórs hefur ekki spurst síðan þriðjudagsmorguninn fjórtánda júlí þrátt fyrir eftirgrennslan lögreglu, barnaverndaryfirvalda og fjölskyldu.

Sæþór Bragi er grannur strákur með broddaklippt dökkleitt hár, með dökkblá augu, um 1,72 cm á hæð. Hann var klæddur svörtum jakka, í gallabuxum og með græna húfu á höfði.

Þeir sem gætu gefið upplýsingar varðandi Sæþór Braga eru beðnir að hafa samband við Lögreglu sími 444 1100.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×