Lífið

Leno kveður í kvöld

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Leno færir sig um set. Mynd/ Getty.
Leno færir sig um set. Mynd/ Getty.
NBC sjónvarpsstöðin sendir út síðasta Tonight Show undir stjórn Jay Leno í kvöld. Leno er einn allra vinsælasti sjónvarpsmaðurinn vestan hafs, en hann hefur stýrt þættinum undanfarin 17 ár.

„Mun ég sakna þáttarins? Já, alveg skelfilega. Þetta er yndislegasta starf í skemmtanabransanum sem hægt er að finna," segir Leno um starfslok sín. Leno bendir á að ólíkt venjulegum grínistum sem segja brandara með 100 áhorfendur í salnum eða svo, geti hann komið milljónum áhorfenda til að hlæja.

Leno mun taka við öðrum sjónvarpsþætti, sem sýndur verður á kjörtíma á NBC sjónvarpsstöðinni, en Conan O´Brian mun fylla skarð hans í kvöldsjónvarpinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.