Lífið

Reynir að hætta reykingunum

Harry prins
Harry prins
Harry prins hefur ákveðið að leita til dávalds fræga fólksins, Paul McKenna, í örvæntingu sinni til þess að hætta að reykja. Harry, sem eitt sinn reykti um tuttugu sígarettur á dag, hætti þessum ósiði í rúmt ár. Hinsvegar sást til hans í brúðkaupi á dögunum þar sem hann tottaði eina með félögum sínum.

Prinsinn, sem verður 25 ára í þessum mánuði, vonast nú til þess að hætta reykingunum alveg með því að lesa bók McKenna, Quit Smoking Now.

Sagan segir að Harry hafi byrjað að reykja aftur vegna álagsins sem fylgdi prófum og þjálfum hans í hernum en hann fékk nýtt hlutverk í hernum í sumar.

Félagi Harry segir við breska blaðið News of the world: „Hann hefur fundið fyrir pressunni, þess vegna fór hann aftur að reykja. Hann veit hinsvegar að hann er ekki góð fyrirmynd fyrir allt unga fólkið sem lítur upp til hans. Hann reynir í alvöru að hætta þessu."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.