Félitlir Íslendingar hafna skiptinemum 26. nóvember 2009 06:00 Kreppa. Verra efnahagsástand er helsta orsök þess að verr hefur gengið að fá fósturfjölskyldur fyrir skiptinema nú en áður, segir Guðrún Eyþórsdóttir, verkefnastjóri erlendra nema hjá AFS-skiptinemasamtökunum. „Fólk setur fyrir sig að hafa aukamunn að metta þegar það veit ekki hvort það heldur vinnunni í vetur." Guðrún segir að þrátt fyrir að skiptinemum sem teknir voru til Íslands í ár hafi verið fækkað um fimm síðan í fyrra þá hafi ekki verið búið að útvega tíu þeirra fjölskyldur þegar nemarnir komu til landsins í ágúst. „Við tókum 41 skiptinema til landsins í ár en 46 í fyrra. Af þeim tíu sem ekki höfðu fjölskyldur eru sex komnir með fósturfjölskyldur í dag en fjórir hafa verið flakkandi á milli fjölskyldna síðan í ágúst, verið eina til tvær vikur á hverjum stað. Þetta tekur auðvitað á, þau eru misvel undirbúin undir það að lenda í þessum aðstæðum. Og þetta gerir aðlögunarferlið að nýju landi auðvitað miklu erfiðara. Og nú nálgast jólin og þá fara tárin að streyma," segir Guðrún. Skiptinemarnir fá sjálfir vasapening frá AFS þannig að fósturfjölskylda ber ekki af þeim neinn kostnað fyrir utan matinn og það er ekki ætlast til þess að þeir fái sérherbergi. Fulltrúar AFS skoða þó aðstæður áður en fósturfjölskylda er samþykkt. Guðrún segir skiptinemana eiga að vera hluta af fjölskyldunni og taka þátt í daglegu lífi hennar og sinna heimilisstörfum á við aðra fjölskyldumeðlimi. „Krakkarnir sem ekki eru komnir með fjölskyldu eru allir mjög fínir, þeir eru í framhaldsskóla eins og vera ber en það er auðvitað ekkert mál fyrir þá að skipta um skóla og fara í nýjan nálægt nýrri fósturfjölskyldu því misserinu er að ljúka," segir Guðrún. Krakkarnir sem komu til Íslands í ágúst eru frá átján löndum, flest frá Evrópu en líka frá Venesúela, Bandaríkjunum og Grænlandi svo dæmi séu tekin. Þau eru á aldrinum sextán til nítján ára. Guðrún segir yfirleitt taka skiptinema nokkrar og upp í átta vikur að aðlagast nýju landi. Tengslin á milli skiptinema og fósturfjölskyldu verði oft sterk og haldist jafnvel á milli kynslóða. sigridur@frettabladid.is Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Verra efnahagsástand er helsta orsök þess að verr hefur gengið að fá fósturfjölskyldur fyrir skiptinema nú en áður, segir Guðrún Eyþórsdóttir, verkefnastjóri erlendra nema hjá AFS-skiptinemasamtökunum. „Fólk setur fyrir sig að hafa aukamunn að metta þegar það veit ekki hvort það heldur vinnunni í vetur." Guðrún segir að þrátt fyrir að skiptinemum sem teknir voru til Íslands í ár hafi verið fækkað um fimm síðan í fyrra þá hafi ekki verið búið að útvega tíu þeirra fjölskyldur þegar nemarnir komu til landsins í ágúst. „Við tókum 41 skiptinema til landsins í ár en 46 í fyrra. Af þeim tíu sem ekki höfðu fjölskyldur eru sex komnir með fósturfjölskyldur í dag en fjórir hafa verið flakkandi á milli fjölskyldna síðan í ágúst, verið eina til tvær vikur á hverjum stað. Þetta tekur auðvitað á, þau eru misvel undirbúin undir það að lenda í þessum aðstæðum. Og þetta gerir aðlögunarferlið að nýju landi auðvitað miklu erfiðara. Og nú nálgast jólin og þá fara tárin að streyma," segir Guðrún. Skiptinemarnir fá sjálfir vasapening frá AFS þannig að fósturfjölskylda ber ekki af þeim neinn kostnað fyrir utan matinn og það er ekki ætlast til þess að þeir fái sérherbergi. Fulltrúar AFS skoða þó aðstæður áður en fósturfjölskylda er samþykkt. Guðrún segir skiptinemana eiga að vera hluta af fjölskyldunni og taka þátt í daglegu lífi hennar og sinna heimilisstörfum á við aðra fjölskyldumeðlimi. „Krakkarnir sem ekki eru komnir með fjölskyldu eru allir mjög fínir, þeir eru í framhaldsskóla eins og vera ber en það er auðvitað ekkert mál fyrir þá að skipta um skóla og fara í nýjan nálægt nýrri fósturfjölskyldu því misserinu er að ljúka," segir Guðrún. Krakkarnir sem komu til Íslands í ágúst eru frá átján löndum, flest frá Evrópu en líka frá Venesúela, Bandaríkjunum og Grænlandi svo dæmi séu tekin. Þau eru á aldrinum sextán til nítján ára. Guðrún segir yfirleitt taka skiptinema nokkrar og upp í átta vikur að aðlagast nýju landi. Tengslin á milli skiptinema og fósturfjölskyldu verði oft sterk og haldist jafnvel á milli kynslóða. sigridur@frettabladid.is
Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira