Nýtt farsímafyrirtæki mætir til leiks 26. nóvember 2009 11:10 Farsímafyrirtækið IMC á Íslandi undirritaði í dag samstarfssamning við Símann um aðgang að dreifikerfi Símans, sem er það stærsta á Íslandi. Í tilkynningu segir að samningurinn marki tímamót, þar sem Síminn undirritar í fyrsta sinn svo viðamikinn samning um aðgang að dreifikerfi sínu fyrir farsíma, við nýjan aðila á markaði. Nýstofnað systurfyrirtæki ICM, Alterna Tel, mun sjá um sölu og þjónustu við neytendur á Íslandi og í janúar hefst sala á farsímaþjónustu á öllu landinu undir nafninu Alterna. „IMC er hluti af WorldCell samsteypunni sem býður farsímaþjónustu í Evrópu, Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum," segir í tilkynningunni. „WorldCell er með höfuðstöðvar í Washinton DC í Bandaríkjunum og er móðurfélag bæði IMC og Alterna. IMC á Íslandi var stofnað árið 2000 og hefur félagið fyrst og fremst einbeitt sér að viðskiptum erlendis. IMC er með um 430 reikisamninga í öllum byggðum heimsálfum. Þeir reikisamningar byggja á leyfisveitingu til félagsins frá árinu 2000, þegar Póst og fjarskiptastofnun á Íslandi veitti IMC farsímaleyfi." Ný nálgun á íslenskum farsímamarkaði Með stofnun Alterna Tel verður breyting á áherslum IMC á Íslandi. „Nú ætlar IMC að bjóða íslenskum neytendum þjónustu sína hér á landi undir merkjum Alterna Tel. Þar er um að ræða nýja nálgun sem ekki hefur sést áður á íslenska farsímamarkaðnum. Verðskrá félagsins og tilboð verða kynnt í byrjun nýs árs en samningurinn við Símann veitir IMC og Alterna Tel aðgang að öflugasta farsímadreifikerfi landsins, frá fyrsta degi. Þetta gerir það að verkum að Alterna Tel mun koma fullskapað inn á markaðinn og getur boðið þjónustu um allt land," segir ennfremur. Ráðist í allsherjar markaðssókn Jeffrey K. Stark framkvæmdastjóri IMC á Íslandi segir fyrirtækið fagna mjög samstarfinu við Símann. „Það gerir okkur kleift að ráðast í allsherjar markaðssókn á Íslandi. Við höfum tekið ákvörðun um mikla uppbyggingu á Íslandi og að sama skapi umtalsverða fjárfestingu. Við erum að koma inn með mikla fjármuni, tækjabúnað og sérfræðiþekkingu. Andlit okkar á Íslandi verður hið nýstofnaða félag, Alterna Tel og við búumst við miklu af því fólki sem þar vinnur." Alterna Tel ætlar sér stóar hluti Róbert Bragason framkvæmdastjóri Alterna Tel á íslandi segir samninginn afar mikilvægan enda ætli Alterna Tel sér stóra hluti á Íslenska farsímamarkaðnum. „Við höfum verið að undirbúa okkur mánuðum saman og í janúar munum við koma tilbúin inn á íslenskan farsímamarkað með stærsta dreifikerfi landsins á bak við okkur. Samningurinn við Símann gerir það að verkum að okkur er kleift að taka þetta stóra skref og bjóða þjónustu á landsvísu. Yfirbygging Alterna Tel er lítil sem engin og munu viðskiptavinir okkar njóta þess. Móðurfélag IMC, WorldCell er að setja inn mikla fjármuni í upphafi í formi tækjabúnaðar og rekstrarfjármagns. Auk þess býr samsteypan yfir mikilli reynslu og sérþekkingu sem mun nýtast okkur vel. Það er mjög ánægjulegt, sérstaklega á þessum tímum að erlend fjárfesting skili sér til landsins." Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira
Farsímafyrirtækið IMC á Íslandi undirritaði í dag samstarfssamning við Símann um aðgang að dreifikerfi Símans, sem er það stærsta á Íslandi. Í tilkynningu segir að samningurinn marki tímamót, þar sem Síminn undirritar í fyrsta sinn svo viðamikinn samning um aðgang að dreifikerfi sínu fyrir farsíma, við nýjan aðila á markaði. Nýstofnað systurfyrirtæki ICM, Alterna Tel, mun sjá um sölu og þjónustu við neytendur á Íslandi og í janúar hefst sala á farsímaþjónustu á öllu landinu undir nafninu Alterna. „IMC er hluti af WorldCell samsteypunni sem býður farsímaþjónustu í Evrópu, Afríku, Asíu og Mið-Austurlöndum," segir í tilkynningunni. „WorldCell er með höfuðstöðvar í Washinton DC í Bandaríkjunum og er móðurfélag bæði IMC og Alterna. IMC á Íslandi var stofnað árið 2000 og hefur félagið fyrst og fremst einbeitt sér að viðskiptum erlendis. IMC er með um 430 reikisamninga í öllum byggðum heimsálfum. Þeir reikisamningar byggja á leyfisveitingu til félagsins frá árinu 2000, þegar Póst og fjarskiptastofnun á Íslandi veitti IMC farsímaleyfi." Ný nálgun á íslenskum farsímamarkaði Með stofnun Alterna Tel verður breyting á áherslum IMC á Íslandi. „Nú ætlar IMC að bjóða íslenskum neytendum þjónustu sína hér á landi undir merkjum Alterna Tel. Þar er um að ræða nýja nálgun sem ekki hefur sést áður á íslenska farsímamarkaðnum. Verðskrá félagsins og tilboð verða kynnt í byrjun nýs árs en samningurinn við Símann veitir IMC og Alterna Tel aðgang að öflugasta farsímadreifikerfi landsins, frá fyrsta degi. Þetta gerir það að verkum að Alterna Tel mun koma fullskapað inn á markaðinn og getur boðið þjónustu um allt land," segir ennfremur. Ráðist í allsherjar markaðssókn Jeffrey K. Stark framkvæmdastjóri IMC á Íslandi segir fyrirtækið fagna mjög samstarfinu við Símann. „Það gerir okkur kleift að ráðast í allsherjar markaðssókn á Íslandi. Við höfum tekið ákvörðun um mikla uppbyggingu á Íslandi og að sama skapi umtalsverða fjárfestingu. Við erum að koma inn með mikla fjármuni, tækjabúnað og sérfræðiþekkingu. Andlit okkar á Íslandi verður hið nýstofnaða félag, Alterna Tel og við búumst við miklu af því fólki sem þar vinnur." Alterna Tel ætlar sér stóar hluti Róbert Bragason framkvæmdastjóri Alterna Tel á íslandi segir samninginn afar mikilvægan enda ætli Alterna Tel sér stóra hluti á Íslenska farsímamarkaðnum. „Við höfum verið að undirbúa okkur mánuðum saman og í janúar munum við koma tilbúin inn á íslenskan farsímamarkað með stærsta dreifikerfi landsins á bak við okkur. Samningurinn við Símann gerir það að verkum að okkur er kleift að taka þetta stóra skref og bjóða þjónustu á landsvísu. Yfirbygging Alterna Tel er lítil sem engin og munu viðskiptavinir okkar njóta þess. Móðurfélag IMC, WorldCell er að setja inn mikla fjármuni í upphafi í formi tækjabúnaðar og rekstrarfjármagns. Auk þess býr samsteypan yfir mikilli reynslu og sérþekkingu sem mun nýtast okkur vel. Það er mjög ánægjulegt, sérstaklega á þessum tímum að erlend fjárfesting skili sér til landsins."
Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Sjá meira