Erlent

Þegar idíánarnir unnu

Óli Tynes skrifar
Keith Little (fyrir miðju) með tveim dulmálsfélögum sínum.
Keith Little (fyrir miðju) með tveim dulmálsfélögum sínum.

Navajo indíánar gegndu lykilhlutverki þegar Bandaríkjamenn réðust á japönsku eyjarnar á Kyrrahafi í síðari heimsstyrjöldinni. Nokkrir þeirra hafa nú gefið út bók með endurminningum sínum frá þeim tíma.

Meðal þeirra er Keith Little, sem nú er 85 ára gamall. Hann tók þátt í orrustunni um Ivo Jima. Fjarskipti voru gríðarlega mikilvæg í þessum orrustum sem oft á tíðum voru ruglingslegar.

Það var lykilatriði að óvinurinn vissi ekki um fyrirætlanirnar og andstæðingarnir hleruðu náttúrlega hvor annan.

Það var þar sem Navajo indíánarnir komu til sögunnar. Þeir þýddu hernaðarhugtök yfir á mál ættbálksins.

Að minnsta kosti einn indíáni var í hverrri fjarskiptastöð og þegar þeir töluðu sína navajósku skildu hinir hlerandi Japanar náttúrlega ekkert hvað þeir voru að segja.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×