Erlent

Írskir skæruliðar farga loks vopnum

Óli Tynes skrifar
Liðsmenn Sjálfstæðishersins drápu yfir 540 manns.
Liðsmenn Sjálfstæðishersins drápu yfir 540 manns.

Sjálfstæðisher Ulsters á Norður-Írlandi tilkynnti loks í dag að hann hefði fargað vopnum sínum.

Margar skæruliðahreyfingar börðust á sínum tíma gegn því og fyrir því að Norður-Írland héldi sambandi sínu við Bretland.

Sjálfstæðisher Ulsters barðist fyrir áframhaldandi tengslum. Í þeirri baráttu drápu þeir yfir 540 manns.

Skæruliðahreyfingar sambandssinna hafa verið undir þrýstingi um að farga vopnum síðan Írski lýðveldisherinn afvopnaðist árið 2005.

Lýðveldisherinn barðist fyrir aðskilnaði og drap enn fleira fólk en Sjálfstæðisher Ulsters.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×