Innlent

Hagræðing kemur niður á Gæslunni - þyrla ekki tiltæk í 10 daga á ári

Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra.
Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Mynd/Daníel Rúnarsson

Björgunargeta Landhelgisgæslunnar skerðist í haust þegar uppsagnir tveggja flugmanna taka gildi og þá má gera ráð fyrir Gæslan hafi enga þyrlu tiltæka allt að 10 daga á ári. Þetta kemur fram í svari Rögnu Árnadóttur, dómsmálaráðherra, við fyrirspurn Róberts Marshall, þingsmanns Samfylkingarinnar.

„Nú er hins vegar orðið óhjákvæmilegt að grípa til aðgerða sem koma niður á getu Landhelgisgæslunnar að einhverju marki. Hafa stjórnendur stofnunarinnar kappkostað að útfæra þær með þeim hætti að þessi áhrif verði sem minnst," segir svari Rögnu.

Líkt og áður hefur komið fram þá verður um eina þyrluáhöfn á árinu og útgerð varðskipa dregin saman um þriðjung auk fleiri aðgerða.

„Vegna fækkunar um eina áhöfn verður aðeins ein björgunarþyrla starfhæf um það bil 25-35% hvers mánaðar að meðaltali," segir í svarinu. Björgunargeta verður þá 20 sjómílur frá ströndu.

Þá segir að það yrði afar kostnaðarsamt að halda björgunargetunni fyllilega óskertri frá því sem stefnt hafi verið að. Áætlaður kostnaður við eina þyrluáhöfn til viðbótar sé um 120 milljónir króna á ári en það er einkum vegna dýrra flugtíma og þjálfunarkostnaðar. Að auki sé kostnaður við að leigja eina þyrlu til viðbótar nálagt 700 milljónum króna á ári.

Svar Rögnu við fyrirspurn Róberts er hægt að lesa hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×