Seðlabankastjórarnir svara „fyrr en seinna“ Stígur Helgason og Guðrún Helga Sigurðardóttir skrifar 6. febrúar 2009 06:30 Ingimundur Friðriksson Bankastjórar Seðlabankans ætla að svara Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra því „fyrr en seinna“ hvort þeir munu fara að tilmælum hennar um að víkja úr stjórn Seðlabankans, að sögn Ingimundar Friðrikssonar bankastjóra. Bankastjórarnir þrír funduðu um málið í gærkvöldi, en gáfu ekkert svar þótt frestur sem ráðherra gaf þeim til að svara hefði runnið út í gær. Það sem skýrir töfina, að sögn Ingimundar, er að Davíð Oddsson, formaður stjórnarinnar, hefur verið í vinnuferð í London og kom ekki til landsins fyrr en um fimmleytið í gær. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamann í Leifsstöð og svaraði stuttaralega „nei“ þegar hann var beðinn um viðtal. Hann hélt síðan til fundar við Ingimund og Eirík Guðnason, hina bankastjórana tvo, í gærkvöldi. „Við gerðum ráðuneytinu viðvart undir kvöld að svar kæmi ekki í kvöld [gærkvöld] og því var vel tekið þar,“ segir Ingimundur. Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki tjá Fréttablaðinu viðbrögð sín við ákvörðun bankastjóranna í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki rætt við hana beint, heldur barst tilkynning bankastjóranna til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þeir munu ekki hafa farið fram á lengri frest til að svara, einungis tilkynnt að svar myndi ekki berast í tíma. Spurður hvenær svars er að vænta segir Ingimundur: „Ég get ekki sagt um það. Það verður fyrr en seinna.“ Hann segist heldur ekkert geta sagt um það hvort niðurstaða náðist um málið á fundi þeirra. „Ráðherranum verða kynnt viðbrögðin fyrst,“ segir hann. Í frumvarpinu um Seðlabankann, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi og verður tekið til umræðu í dag, er kveðið á um að forsætisráðherra skipi seðlabankastjóra til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Seðlabankastjóri skal hafa lokið meistaraprófi í hagfræði og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á peningamálum. Ekki er heimilt að skipa sama mann seðlabankastjóra oftar en tvisvar sinnum. Forfallist hinsvegar seðlabankastjóri getur forsætisráðherra sett annan mann tímabundið í embættið. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira
Bankastjórar Seðlabankans ætla að svara Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra því „fyrr en seinna“ hvort þeir munu fara að tilmælum hennar um að víkja úr stjórn Seðlabankans, að sögn Ingimundar Friðrikssonar bankastjóra. Bankastjórarnir þrír funduðu um málið í gærkvöldi, en gáfu ekkert svar þótt frestur sem ráðherra gaf þeim til að svara hefði runnið út í gær. Það sem skýrir töfina, að sögn Ingimundar, er að Davíð Oddsson, formaður stjórnarinnar, hefur verið í vinnuferð í London og kom ekki til landsins fyrr en um fimmleytið í gær. Hann vildi ekki tjá sig við blaðamann í Leifsstöð og svaraði stuttaralega „nei“ þegar hann var beðinn um viðtal. Hann hélt síðan til fundar við Ingimund og Eirík Guðnason, hina bankastjórana tvo, í gærkvöldi. „Við gerðum ráðuneytinu viðvart undir kvöld að svar kæmi ekki í kvöld [gærkvöld] og því var vel tekið þar,“ segir Ingimundur. Jóhanna Sigurðardóttir vildi ekki tjá Fréttablaðinu viðbrögð sín við ákvörðun bankastjóranna í gær. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var ekki rætt við hana beint, heldur barst tilkynning bankastjóranna til ráðuneytisstjóra forsætisráðuneytisins. Þeir munu ekki hafa farið fram á lengri frest til að svara, einungis tilkynnt að svar myndi ekki berast í tíma. Spurður hvenær svars er að vænta segir Ingimundur: „Ég get ekki sagt um það. Það verður fyrr en seinna.“ Hann segist heldur ekkert geta sagt um það hvort niðurstaða náðist um málið á fundi þeirra. „Ráðherranum verða kynnt viðbrögðin fyrst,“ segir hann. Í frumvarpinu um Seðlabankann, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram á Alþingi og verður tekið til umræðu í dag, er kveðið á um að forsætisráðherra skipi seðlabankastjóra til sjö ára í senn að undangenginni auglýsingu. Seðlabankastjóri skal hafa lokið meistaraprófi í hagfræði og búa yfir víðtækri reynslu og þekkingu á peningamálum. Ekki er heimilt að skipa sama mann seðlabankastjóra oftar en tvisvar sinnum. Forfallist hinsvegar seðlabankastjóri getur forsætisráðherra sett annan mann tímabundið í embættið.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sjá meira