Erlent

Miliband æfur og hótar Írönum refsiaðgerðum

David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands.
David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands. Mynd/AP
David Miliband, utanríkisráðherra Bretlands, er sagður æfur út í ráðamenn í Íran eftir að níu starfsmenn breska sendiráðsins í höfuðborginni Teheran voru handteknir í morgun. Hann hefur hótað Írönum refsiaðgerðum.

Íranir segjast einungis vera að bregðast við afskiptum erlendra ríkja að innanríkjamálum þeirra, en þeir segja starfsmennina hafa kynt undir ólgu í landinu í kjölfar forsetakosninganna 12. júní.

Milliband vísar því á bug og segir fullyrðingarnar með öllu tilhæfulausar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×