Erlent

Suður-Kórea fær loftvarnaeldflaugar

Óli Tynes skrifar

Suður-Kórea fær í þessum mánuði fjörutíu loftvarnaeldflaugar frá Bandaríkjunum. Eldflaugarnar verða settar um borð í tundurspilla flotans.

Þær er meðal annars hægt að nota til þess að skjóta niður aðrar eldflaugar. Vafalítið eru þetta viðbrögð við fyrirætlunum Norður-Kóreu um frekari eldflaugaskot.

Norðanmenn eru að gera tilraunir með tvær tegundir eldflaugar. Önnur þeirra er svo langdræg að hún nær inn á bandarískt land.

Hin er meðaldræg en með henni er hægt að hita skotmörk hvar sem er í Suður-Kóreu.

Norðanmenn hafa lýst því yfir að þeir muni líta á það sem árás ef eldflaugar þeirra verða skotnar niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×