Lífið

Logi og Björgvin bjóða í Lúxuspartý

Logi kann að skemmta sér og öðrum svo mikið er víst.
Logi kann að skemmta sér og öðrum svo mikið er víst.

Landsliðsmennirnir Logi Geirsson og Björgvin Páll Gústavsson bjóða vinum sínum í flottasta partý sem haldið hefur verið á Íslandi næstkomandi laugardag eftir því sem segir í boði frá þeim félögum.

Partýið er haldið til að kynna SILVER gelið sem þeir félagar hafa sett á markað.

Partýið alræmda fer fram á skemmtistaðnum Oliver þar sem boðið verður upp á frítt vín og frábæran mat að sögn Loga.

Þá verða skemmtiatriði af dýrustu gerð og ber þar hæst að nefna lifandi tónlist frá góðkunningjum Loga. Gestum ber að mæta eigi síðar en 21:10.

Staðurinn mun svo vera opinn almenningi frá og með miðnætti.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.