Erlent

Danir taka írönsku Mujaheddin af svarta listanum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Danski utanríkisráðherrann Per Stig Møller.
Danski utanríkisráðherrann Per Stig Møller. MYND/Berlingske/Rune Evensen

Danir hafa tekið írönsku Mujaheddin-andspyrnuhreyfinguna af lista sínum yfir hryðjuverkahópa og leggur utanríkisráðherrann Per Stig Møller, ásamt öllum stjórnmálaflokkum danska þingsins, hart að Evrópusambandinu að gera slíkt hið sama.

Mujaheddin hefur um áratugaskeið barist gegn írönskum stjórnvöldum og hafa samtökin verið á hryðjuverkalista ESB síðan árið 2002 þrátt fyrir að hafa fjórum sinnum kært þá skráningu til Evrópudómstólsins án þess að hafa erindi sem erfiði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×