Innlent

Síbrotamaður dæmdur í 18 mánaða fangelsi

Karlmaður á 28. aldursári var dæmdur í 18 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir ítrekuð brot, til að mynda tékkafölsun, þjófnað og vörslu fíkniefna. Brotin sem hann var ákærður fyrir voru alls 43 talsins og voru þau öll framin á síðasta ári.

Í dómnum kemur fram að maðurinn eigi langan sakaferil að baki, allt frá árinu 1997. Hann hafi margsinnis verið dæmdur fyrir auðgunarbrot, auk annarra brota.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×