Icesave hækkar um 72 milljarða á tíu dögum Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 15. júní 2009 19:45 Mótmæli gegn Icesave samkomulaginu hafa farið fram á Austurvelli undanfarna daga. Mynd/Vilhelm Icesave lánið hefur hækkað um rúma sjötíu milljarða króna síðan það var undirritað fyrir tíu dögum. Hryðjuverkalögunum var aflétt af eignum Landsbankans í Bretlandi í dag og milljarðatugir losnuðu þá úr hirslum Seðlabanka Englands. Enn er þó alls óvíst hvenær megi nota þá til að greiða inn á Icesave lánið. Evran hefur orðið okkur krónueigendum dýrari síðustu daga - og pundið hefur hækkað umtalsvert síðan Icesave samningurinn var undirritaður eina bjarta sumarnótt - föstudagskvöldið fimmta júní. Icesave lánið er annars vegar í pundum og hins vegar í evrum og þegar upphæðirnar eru umreiknaðar í gengið um hádegi í dag er lánið komið upp í 732 milljarða króna. Á tíu dögum hefur Icesave lánið því hækkað úr 660 milljörðum króna um 72 milljarða króna. Því þrotabú Landsbankans hefur ekki heimild til að ráðstafa fénu fyrr en frestur annarra en innistæðueigenda sem eiga kröfur á bankann - er liðinn og fyrsti kröfuhafafundur hefur verið haldinn. Hann verður ekki haldinn fyrr en 23. nóvember. Auk þess er almennt álitið að aðrir kröfuhafar muni leita réttar síns. Því muni það draga uppgjör þrotabúsins um ófyrirséða framtíð. Örðugt er því að spá fyrir um - hvenær verði hægt að byrja að greiða niður Icesave lánið - og lækka vaxtagreiðslur, sem eru engir smáaurar. En skoðum þá hvaða vexti Icesave lánið mun bera frá fyrsta janúar þar til fyrsta kröfuhafafundi lýkur - þegar fyrsta smuga gæti opnast fyrir að byrja að greiða inn á höfuðstólinn. Á gengi dagsins eru bara vaxtagreiðslur á þessum ellefu mánuðum röskir 37 milljarðar. Milljónirnar sem losna út úr Seðlabanka Englands í dag jafngilda um 48,5 milljörðum króna. Og við getum ávaxtað það fé, segja menn? En sú ávöxtun er harla lítil miðað við það sem við greiðum. Sérfræðingar segja ekki óeðlilegt að miða við svokallaða 3ja mánaða libor millibankavexti. Vextir af affrystu upphæðinni frá deginum í dag til 1. des. gætu þannig gefið þrotabúinu um 277 milljónir króna. Munurinn á vöxtunum sem þrotabúið fær - og Icesave lánið tekur á sig eru því rétt tæpar 37 þúsund milljónir króna - og er því vart nema dropi í hafið af vaxtabyrði lánsins fyrstu ellefu mánuðina. Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira
Icesave lánið hefur hækkað um rúma sjötíu milljarða króna síðan það var undirritað fyrir tíu dögum. Hryðjuverkalögunum var aflétt af eignum Landsbankans í Bretlandi í dag og milljarðatugir losnuðu þá úr hirslum Seðlabanka Englands. Enn er þó alls óvíst hvenær megi nota þá til að greiða inn á Icesave lánið. Evran hefur orðið okkur krónueigendum dýrari síðustu daga - og pundið hefur hækkað umtalsvert síðan Icesave samningurinn var undirritaður eina bjarta sumarnótt - föstudagskvöldið fimmta júní. Icesave lánið er annars vegar í pundum og hins vegar í evrum og þegar upphæðirnar eru umreiknaðar í gengið um hádegi í dag er lánið komið upp í 732 milljarða króna. Á tíu dögum hefur Icesave lánið því hækkað úr 660 milljörðum króna um 72 milljarða króna. Því þrotabú Landsbankans hefur ekki heimild til að ráðstafa fénu fyrr en frestur annarra en innistæðueigenda sem eiga kröfur á bankann - er liðinn og fyrsti kröfuhafafundur hefur verið haldinn. Hann verður ekki haldinn fyrr en 23. nóvember. Auk þess er almennt álitið að aðrir kröfuhafar muni leita réttar síns. Því muni það draga uppgjör þrotabúsins um ófyrirséða framtíð. Örðugt er því að spá fyrir um - hvenær verði hægt að byrja að greiða niður Icesave lánið - og lækka vaxtagreiðslur, sem eru engir smáaurar. En skoðum þá hvaða vexti Icesave lánið mun bera frá fyrsta janúar þar til fyrsta kröfuhafafundi lýkur - þegar fyrsta smuga gæti opnast fyrir að byrja að greiða inn á höfuðstólinn. Á gengi dagsins eru bara vaxtagreiðslur á þessum ellefu mánuðum röskir 37 milljarðar. Milljónirnar sem losna út úr Seðlabanka Englands í dag jafngilda um 48,5 milljörðum króna. Og við getum ávaxtað það fé, segja menn? En sú ávöxtun er harla lítil miðað við það sem við greiðum. Sérfræðingar segja ekki óeðlilegt að miða við svokallaða 3ja mánaða libor millibankavexti. Vextir af affrystu upphæðinni frá deginum í dag til 1. des. gætu þannig gefið þrotabúinu um 277 milljónir króna. Munurinn á vöxtunum sem þrotabúið fær - og Icesave lánið tekur á sig eru því rétt tæpar 37 þúsund milljónir króna - og er því vart nema dropi í hafið af vaxtabyrði lánsins fyrstu ellefu mánuðina.
Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Sjá meira