Innlent

Ný þingkona ósátt við Icesave leynd

Þingkonan Birgitta Jónsdóttir er ósátt við leyndina sem hún segir umlykja Icesave.
Þingkonan Birgitta Jónsdóttir er ósátt við leyndina sem hún segir umlykja Icesave. Mynd/Valli

Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, segir leyndina sem umlykur Icesave málið enn meiri í ríkisstjórnartíð Vinstri grænna og Samfylkingarinnar en ríkisstjórnarinnar sem felld var fyrr í vetur.

Í bloggi sem ber fyrirsögnina Ekkert hefur breyst segir hún í dag: „[...]man hve kunningjar mínir í VG sem voru inni á þingi í desember og janúar voru í miklu uppnámi vegna þess að þau fengu engar upplýsingar - nú eru þau í stjórn og það sem vekur furðu mína að leyndin er meira að segja meiri en áður en hin stjórnin var felld."

Hún lýkur blogginu á að skora á stjórnarliða að „ráða bót á þessu leynimakki."

Blogg Birgittu má lesa hér.
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×