Innlent

Gylfi Magnússon: „Ekki hægt að snúa við ákvörðun um niðurfellingu lána“

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra.
Í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag spurði Sigmundur Ernir Rúnarsson, Samfylkingu, hvort hægt væri að snúa við þeirri ákvörðun gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda bankans á lánum sem þeir fengu til hlutabréfakaupa.

Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, sagði að því miður benti allt til þess að ekki væri hægt að snúa við þessum gjörningi stjórnar gamla Kaupþings að fella niður persónulegar ábyrgðir stjórnenda bankans á ofangreindum lánum.

Gylfi sagði ennfremur að þrátt fyrir þessa niðurstöðu hljóti að koma til skoðunar að draga þá til ábyrgðar sem stóðu fyrir ákvörðun þessara lána. Það væri hins vegar dómsvaldsins að skera úr um það en ekki framkvæmdavaldsins.

„Það verður að læra af þessu máli og setja reglur til að tryggja að þetta endurtaki sig ekki í nýju bankakerfi“, sagði Gylfi að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×