Innlent

Sigmundur Davíð: „Þetta finnst Samfylkingunni fyndið“

Sigmundur Davíð var ómyrkur í máli á Alþingi nú rétt áðan.
Sigmundur Davíð var ómyrkur í máli á Alþingi nú rétt áðan.

Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sagði á Alþingi nú fyrir skömmu að hann ætli að leggja fyrir þingið stjórnarfrumvarp um skuldbindingar ríkisins vegna Icesave innstæðna við Breta og Hollendinga.

Hann býst við að fá samþykki meirihluta Alþingis en því eru þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna ekki sammála.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að aldrei hafi verið til nægur gjaldmiðill á Íslandi til að standa undir slíkum skuldbindingum sem ríkisstjórnin hefur komist að niðurstöðu um fyrir hönd þjóðarinnar.

„Þetta er nákvæmlega það sem hefur verið gert við þriðja heims og austantjaldsríki í gegnum tíðina. Hér er verið að lengja í hengingarólinni hjá okkur Íslendingum og koma okkur á stall með þessum þjóðum. Það er allt annað fyrir ríki að skuldsetja sig í eigin mynt en erlendum myntum," sagði Sigmundur Davíð og var formaðurinn ómyrkur í máli í ræðustólnum.

Á þessum tímapunkti heyrðust hróp úr þingsalnum frá þingmönnum Samfylkingar og brást Sigmundur Davíð við með því að berja í ræðupúltið og segja, „Þetta finnst Samfylkingarmönnum fyndið, þeim finnst fyndið að verið sé að knésetja þjóðina.“

Steingrímur J. Sigfússon svaraði formanni Framsóknarflokksins og sagði meðal annars að Ísland væri ríkt og þróað land í kreppu og ekki hægt að bera það saman við þriðja heims og austantjaldsríki












Fleiri fréttir

Sjá meira


×