Innlent

Einkalífeyrissjóðir aðeins fyrir risaviðskiptavini

Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Sigurjón Þ. Árnason er einn fárra efnamanna sem á einkalífeyrissjóð í Landsbankanum.
Sigurjón Þ. Árnason er einn fárra efnamanna sem á einkalífeyrissjóð í Landsbankanum.

Sigurjón Þ. Árnason er í hópi fárra efnamanna sem eiga einkalífeyrissjóð í Landsbankanum. Aðeins þeir sem eiga meira en 50 milljónir geta stofnað slíkan sjóð.

Sigurjón keypti veðskuldabréf af sjálfum sér í gegnum einkalífeyrissparnað sinn í Landsbankanum með veði í fasteignum í hans eigu. Um tvö sambærileg lán var að ræða, annað upp á 40 milljónir með veði í heimili Sigurjóns að Granaskjóli en hitt var upp á 30 milljónir með veði í annari fasteign í hans eigu á Bjarnastíg. Lánin eru bæði kúlulán, með einni greiðslu eftir 20 ár, og vextir eru 3,5%.

Ákvörðunina um að veita lánin tóku Sigurjón sjálfur og sjóðsstjóri fjárvörslureikningsins en honum hefur nú verið vikið tímabundið úr starfi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum er einkalífyerissparnaður séreignasparnaðarform sem er í boði fyrir þá aðila sem eru í mjög umfangsmiklum viðskiptum með séreignasparnað og eiga 50 milljónir eða meira. Ekki fékkst uppgefið hversu margir sjóðir af þessu tagi eru í bankanum en þeir munu vera fáir.

Þá mun lántaka Sigurjóns vera einsdæmi innan bankans.

Pétur Blöndal, þingmaður segir að svipaðar lántökur þekkist víða í Evrópu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×