Erlent

Segjast hafa fellt 420 Tamiltigra

Stjórnvöld segjast hafa fellt 420 uppreisnarmenn úr röðum Tamiltígra. Þetta eru nokkrir þeirra. Mynd/ AFP.
Stjórnvöld segjast hafa fellt 420 uppreisnarmenn úr röðum Tamiltígra. Þetta eru nokkrir þeirra. Mynd/ AFP.
Stjórnvöld á Srí Lanka segjast hafa fellt 420 uppreisnarmenn Tamíltígranna í átökum síðustu þriggja daga. Meðal fallinna munu vera fjölmargir úr hópi leiðtoga tígranna.

Tamíltígrarnir hafa ekki tjáð sig um átökin eða staðfest mannfallið. Starfsmenn alþjóðasamtaka fá ekki að fara inn á átakasvæðið og því ógerningur að staðfesta yfirlýsingar ráðamanna á Srí Lanka. Stjórnarherinn hefur sótt hart að Tamíltígrunum síðustu misseri eða allt frá því stjórnvöld sögðu upp vopnahléssamkomulagi í fyrra.

Stjórnarherinn segir að eftirlifandi Tamíltígrar haldi nú til að skilgreindu griðarsvæði þar sem tugir þúsunda almennra borgara hafa leitað skjóls vegna átakanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×