Fótbolti

Pires: Spánverjar eru með besta lið heims

NordicPhotos/GettyImages

Franski miðjumaðurinn Robert Pires hjá Villarreal segir að spænska landsliðið í dag minni sig á franska liðið sem varð heims- og Evrópumeistari á árunum 1998-2000.

Pires spilaði stórt hlutverk með franska landsliðinu á þessum árum og hann segir margt líkt með þeim liðum og því spænska í dag.

"Þetta lið minnir mig mikið á það franska, ekki aðeins þegar það vann HM ´98 heldur einnig liðið sem varð Evrópumeistari árið 2000. Spænska liðið er alsett gæðaleikmönnum, en þeir eru líka sterkir eins og þeir sýndu á móti Englendingum. Það er þess vegna sem ég held að Spánverjar gætu auðveldlega unnið sigur á HM," sagði Pires, sem áður lék með Arsenal.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×