Innlent

Jólatréð tendrað

Jólatréð reist Varaborgarstjóri Óslóar afhendir tréð á morgun. 
fréttablaðið/stefán
Jólatréð reist Varaborgarstjóri Óslóar afhendir tréð á morgun. fréttablaðið/stefán

Starfsmenn Reykjavíkurborgar unnu að því í gær að reisa Óslóartréð á Austurvelli. Tréð verður tendrað við hátíðlega athöfn á morgun, á fyrsta sunnudegi í aðventu. Þá tekur Hanna Birna Kristjánsdóttir formlega við trénu frá Aud Kvalbein, varaborgarstjóra Óslóar.

Að venju munu jólasveinar heilsa upp á krakka á Austurvelli auk þess sem boðið verður upp á tónlist og skemmtun. Jólalög verða leikin frá klukkan 15.30 og formleg dagskrá hefst klukkan 16.- sbt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×