Brýtur ekki í bága við stjórnarskrána 28. desember 2009 14:50 Guðbjartur Hannesson, þingmaður Samfylkingar, er formaður fjárlaganefndar. Mynd/GVA Þriðja og síðasta umræða um Icesave frumvarp ríkisstjórnar hófst á Alþingi í dag þegar Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlagalefndar, mælti fyrir framhaldsnefndaráliti meirihluta nefndarinnar. Hann sagði ekkert í frumvarpinu brjóta í bága við stjórnarskrána. Atkvæðagreiðsla mun væntanlega fara fram á miðvikudag. Fjárlaganefnd Alþingis lauk sinni umfjöllun um frumvarpið fyrir jól. Málið var afgreitt úr nefnd með atkvæðum meirihluta en stjórnarnandstaðan vildi ræða málið áfram. Þriðja og síðasta umræða hófst rétt fyrir klukkan tvö en þingmenn höfðu þá deilt um hvort að búið að hafi verið að ákveða fyrir jól hvernig umræðunni yrði háttað í þessari viku og þá hvort að þingfundur ætti standa fram á kvöld. Guðbjartur sagði það mat sérfræðinganna Helga Áss Grétarssonar, Eiríks Tómassonar, Bjargar Thorarensen og Davíðs Þór Björgvinssonar að frumvarpið feli ekki í sér framsal á löggjafarvaldi til annarra ríkja og alþjóðastofnanna þannig að stjórnarskrárbundnu fullveldi sé stefnt í hættu. Lagaheimild til veitingar ríkissábyrgðar sé skýr. Frumvarpið brjóti því ekki í bága við stjórnarskrána. „Með vísan til þessara gagna sem fylgja málinu telur meirihluti fjárlaganefndar að því sé afdráttarlaust svarað að ekkert í frumvarpinu fari í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar," sagði Guðbjartur. Tengdar fréttir Deilt um kvöldfund Þingmenn deildu við upphaf þingfundar í dag hvort að funda ætti fram á kvöld um Icesave frumvarpið. Þuríður Backman, varaforseti Alþingis, sagði að samkomulag væri um tilhögun þriðju umræðu um Icesave og líklega yrði þingfundur fram á kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu hins vegar að ekkert samkomulag væri um kvöldfund og óskuðu eftir því að fram færi sérstök atkvæðagreiðsla. 28. desember 2009 14:01 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Þriðja og síðasta umræða um Icesave frumvarp ríkisstjórnar hófst á Alþingi í dag þegar Guðbjartur Hannesson, formaður fjárlagalefndar, mælti fyrir framhaldsnefndaráliti meirihluta nefndarinnar. Hann sagði ekkert í frumvarpinu brjóta í bága við stjórnarskrána. Atkvæðagreiðsla mun væntanlega fara fram á miðvikudag. Fjárlaganefnd Alþingis lauk sinni umfjöllun um frumvarpið fyrir jól. Málið var afgreitt úr nefnd með atkvæðum meirihluta en stjórnarnandstaðan vildi ræða málið áfram. Þriðja og síðasta umræða hófst rétt fyrir klukkan tvö en þingmenn höfðu þá deilt um hvort að búið að hafi verið að ákveða fyrir jól hvernig umræðunni yrði háttað í þessari viku og þá hvort að þingfundur ætti standa fram á kvöld. Guðbjartur sagði það mat sérfræðinganna Helga Áss Grétarssonar, Eiríks Tómassonar, Bjargar Thorarensen og Davíðs Þór Björgvinssonar að frumvarpið feli ekki í sér framsal á löggjafarvaldi til annarra ríkja og alþjóðastofnanna þannig að stjórnarskrárbundnu fullveldi sé stefnt í hættu. Lagaheimild til veitingar ríkissábyrgðar sé skýr. Frumvarpið brjóti því ekki í bága við stjórnarskrána. „Með vísan til þessara gagna sem fylgja málinu telur meirihluti fjárlaganefndar að því sé afdráttarlaust svarað að ekkert í frumvarpinu fari í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar," sagði Guðbjartur.
Tengdar fréttir Deilt um kvöldfund Þingmenn deildu við upphaf þingfundar í dag hvort að funda ætti fram á kvöld um Icesave frumvarpið. Þuríður Backman, varaforseti Alþingis, sagði að samkomulag væri um tilhögun þriðju umræðu um Icesave og líklega yrði þingfundur fram á kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu hins vegar að ekkert samkomulag væri um kvöldfund og óskuðu eftir því að fram færi sérstök atkvæðagreiðsla. 28. desember 2009 14:01 Mest lesið Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Fleiri fréttir Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Sjá meira
Deilt um kvöldfund Þingmenn deildu við upphaf þingfundar í dag hvort að funda ætti fram á kvöld um Icesave frumvarpið. Þuríður Backman, varaforseti Alþingis, sagði að samkomulag væri um tilhögun þriðju umræðu um Icesave og líklega yrði þingfundur fram á kvöld. Þingmenn stjórnarandstöðunnar sögðu hins vegar að ekkert samkomulag væri um kvöldfund og óskuðu eftir því að fram færi sérstök atkvæðagreiðsla. 28. desember 2009 14:01