Verta hryllir við hærri áfengisskatti 29. maí 2009 09:00 Ef kenningar veitingamanna ganga eftir má búast við því að lögreglan fái aukin verkefni við að uppræta landaverksmiðjur á Íslandi. fréttablaðið/valli Skattaaðgerðir ríkisstjórnarinnar hvað varða auknar álögur á verð áfengis leggjast ekki vel í veitingamenn sem segja algerlega fyrirliggjandi að aðgerðirnar muni ekki skila krónu í kassann en auki þess í stað smygl og landaframleiðslu til muna. „Látið Bé-in þrjú í friði,“ segir Kormákur Geirharðsson veitingamaður. „Bjór, bensín og brauð.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að ríkisstjórnin stefndi að því að brúa bilið á fyrirsjáanlegum tuttugu milljarða viðbótarhalla á ríkissjóði meðal annars með því að hækka skatta á áfengi og eldsneyti. Engar tölur í því sambandi hafa þó verið kynntar. Hroll setur að Kormáki við að heyra þetta nefnt og hann segir hugmyndaleysið algert og það sem verst er: Þetta mun ekki færa ríkissjóði krónu í kassann ef kenningar Kormáks ganga eftir. En þær kenningar eru ekki úr lausu lofti gripnar. „Heimabruggun færist í aukana, krakkar fara að drekka landa og hundruð manna fara á atvinnuleysisskrá. Þeir fá ekkert í kassann. En þetta virðist standa á einhverju blaði, memó-i, hjá þeim. Ef við stöndum illa þá skal gera: a) Hækka skatta á áfengi. b) Hækka skatta á bensín og sennilega er C-ið þarna einhvers staðar líka: c) Hækkum brauðið,“ segir Kormákur og bendir á að Íslendingar mættu einu sinni til tilbreytingar læra af reynslu annarra þjóða sem hafa árhundraða reynslu í að hrófla ekki við Bé-unum þremur. „Til dæmis í Þýskalandi. Þar snerta menn ekki við Bé-unum, né í Rússlandi eða á Spáni. Reynsla þeirra er sú að hátt áfengisverð lagar nákvæmlega ekkert. Við veitingamenn bjuggumst svo sem við þessu. En þetta þýðir einfaldlega að heimabrugg færist mjög í aukana, fólk fer í fyrstu frekar í ríkið en barina og þá fær ríkiskassinn hlutfallslega miklu minni vask af þessari vöru. Þeir koma út í mínus. Þeir geta aldrei búið til plústölu úr þessu,“ segir Kormákur – ekki séns. Og Kormákur veltir því fyrir sér hvort annarlegar hvatir búi að baki þessari ákvörðun sem hann segir heimskuna holdi klædda. „Hvort hagfræðingurinn þeirra hafi farið í meðferð fyrir tíu árum? Maður spyr sig því þetta er ekki lógískt.“ Kormákur telur að nú hlakki í landaframleiðendum við þessa ákvörðun og telur augljóslega verið að glæpavæða þjóðfélagið. Og annar veitingamaður sem hefur verið lengi í bransanum og man tímana tvenna heitir Ásgeir Þór Davíðsson – Geiri á Goldfinger. Hann telur það ekki fráleitt. „Ég get nú sagt þér það að ég hef verið í þessum frá því árið 1982. Og alltaf í kreppu þá eykst sala á vínveitingastöðum í fyrstu. Svo dettur hún niður og eykst í ÁTVR. Svo þegar líður lengra eykst þessi svakalega landasala og smygl. Svona hefur það alltaf verið í kreppu og þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gera náttúrlega ekkert annað en magna þessa þróun.“ jakob@frettabladid.is kormákur geirharðsson Segir ekki aðeins aðgerðir ríkisstjórnarinnar með þeim hætti að ekki fáist króna í kassann heldur séu þær beinlínis til þess fallnar að glæpavæða þjóðfélagið. Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira
Skattaaðgerðir ríkisstjórnarinnar hvað varða auknar álögur á verð áfengis leggjast ekki vel í veitingamenn sem segja algerlega fyrirliggjandi að aðgerðirnar muni ekki skila krónu í kassann en auki þess í stað smygl og landaframleiðslu til muna. „Látið Bé-in þrjú í friði,“ segir Kormákur Geirharðsson veitingamaður. „Bjór, bensín og brauð.“ Fréttablaðið greindi frá því í gær að ríkisstjórnin stefndi að því að brúa bilið á fyrirsjáanlegum tuttugu milljarða viðbótarhalla á ríkissjóði meðal annars með því að hækka skatta á áfengi og eldsneyti. Engar tölur í því sambandi hafa þó verið kynntar. Hroll setur að Kormáki við að heyra þetta nefnt og hann segir hugmyndaleysið algert og það sem verst er: Þetta mun ekki færa ríkissjóði krónu í kassann ef kenningar Kormáks ganga eftir. En þær kenningar eru ekki úr lausu lofti gripnar. „Heimabruggun færist í aukana, krakkar fara að drekka landa og hundruð manna fara á atvinnuleysisskrá. Þeir fá ekkert í kassann. En þetta virðist standa á einhverju blaði, memó-i, hjá þeim. Ef við stöndum illa þá skal gera: a) Hækka skatta á áfengi. b) Hækka skatta á bensín og sennilega er C-ið þarna einhvers staðar líka: c) Hækkum brauðið,“ segir Kormákur og bendir á að Íslendingar mættu einu sinni til tilbreytingar læra af reynslu annarra þjóða sem hafa árhundraða reynslu í að hrófla ekki við Bé-unum þremur. „Til dæmis í Þýskalandi. Þar snerta menn ekki við Bé-unum, né í Rússlandi eða á Spáni. Reynsla þeirra er sú að hátt áfengisverð lagar nákvæmlega ekkert. Við veitingamenn bjuggumst svo sem við þessu. En þetta þýðir einfaldlega að heimabrugg færist mjög í aukana, fólk fer í fyrstu frekar í ríkið en barina og þá fær ríkiskassinn hlutfallslega miklu minni vask af þessari vöru. Þeir koma út í mínus. Þeir geta aldrei búið til plústölu úr þessu,“ segir Kormákur – ekki séns. Og Kormákur veltir því fyrir sér hvort annarlegar hvatir búi að baki þessari ákvörðun sem hann segir heimskuna holdi klædda. „Hvort hagfræðingurinn þeirra hafi farið í meðferð fyrir tíu árum? Maður spyr sig því þetta er ekki lógískt.“ Kormákur telur að nú hlakki í landaframleiðendum við þessa ákvörðun og telur augljóslega verið að glæpavæða þjóðfélagið. Og annar veitingamaður sem hefur verið lengi í bransanum og man tímana tvenna heitir Ásgeir Þór Davíðsson – Geiri á Goldfinger. Hann telur það ekki fráleitt. „Ég get nú sagt þér það að ég hef verið í þessum frá því árið 1982. Og alltaf í kreppu þá eykst sala á vínveitingastöðum í fyrstu. Svo dettur hún niður og eykst í ÁTVR. Svo þegar líður lengra eykst þessi svakalega landasala og smygl. Svona hefur það alltaf verið í kreppu og þessar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gera náttúrlega ekkert annað en magna þessa þróun.“ jakob@frettabladid.is kormákur geirharðsson Segir ekki aðeins aðgerðir ríkisstjórnarinnar með þeim hætti að ekki fáist króna í kassann heldur séu þær beinlínis til þess fallnar að glæpavæða þjóðfélagið.
Mest lesið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Lífið Sígild sumarterta að hætti Dana Lífið Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Fleiri fréttir Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Allt til alls til að kenna björgun mannslífa Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Sígild sumarterta að hætti Dana Verzló vann MORFÍs Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Handtekinn eftir að hafa keyrt niður hliðið að heimili Aniston Jóhanna og Geir trúlofuðu sig við Eiffel-turninn Plönuðu skemmtileg stefnumót fyrir fjögur þúsund krónur Fyrsti opinberi kossinn í þrítugsafmælinu Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Sjá meira