Innlent

Þingmenn á landsfundi norskra ESB andstæðinga

Heming Olaussen með Ásmundi, Unni og Vigdísi. Á þriðja hundrað manns eru á landsfundinum en skráðir félagar samtakana eru tæplega 30.000. Mynd/Heimssýn
Heming Olaussen með Ásmundi, Unni og Vigdísi. Á þriðja hundrað manns eru á landsfundinum en skráðir félagar samtakana eru tæplega 30.000. Mynd/Heimssýn
Um helgina fer fram landsfundur Nei til EU í Noregi. Samtökin eru systursamtök Heimssýnar sem berst gegn inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Í sendinefnd Heimssýnar sem tekur þátt í fundinum eru meðal annars þingmennirnir Ásmundur Einar Daðason VG, Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokki og Vigdís Hauksdóttir Framsóknarflokki.

Fram kemur í tilkynningu að stórhluti setningarræðu Heming Olaussen, formanns Nei til EU, hafi verið tileinkuð Íslandi.

„Í dag eru 15 ár liðin síðan Norðmenn höfnuðu ESB aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu og formaðurinn sagði að ESB hefði af því miklar áhyggjur að vera hafnað af Íslendingum. Evrópusambandið vill aðeins eitt svar í þjóðaratkvæðagreiðslum. Í lokaorðum ræðu sinnar sagði hann að Norðurlandasamstarf megi ekki vera í orði heldur líka á borði. Fjölmargir landsfundarmenn hafa komið í ræðustól og tekið undir stuðningsyfirlýsingu formannsins," segir í tilkynningu Heimssýnar.

Landsfundinum lýkur á morgun og að því loknu mun sendinefnd Heimssýnar funda með forystumönnum Nei til EU um samstarf sín á milli. Á mánudaginn mun sendinefndin funda með norskum þingmönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×