Innlent

Spyr um kostnað vegna erlendra sérfræðinga í Seðlabankanum

Mynd/GVA

Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lagt fram á Alþingi fyrirspurn til Gylfa Magnússonar, efnahags- og viðskiptaráðherra, um kostnað vegna starfa erlendra sérfræðinga í Seðlabankanum.

Þingmaðurinn spyr um heildarkostnað sundurliðað eftir mánuðum við störf Sveins Haralds Öygards, sem starfaði um tíma sem Seðlabankastjóri fyrr á árinu, og setu Anne Sibert í peningastefnunefnd Seðlabankans og Daniels Gros í bankaráði bankans.

Eygló vill vita hver kostnaður hins opinbera sé við laun, ferðir, þýðingar og túlkaþjónustu þeirra.

Seðlabankinn greiðir þann umframkostnað sem hlýst af því að Gros situr í bankaráði bankans. Gylfi Magnússon upplýsti þetta á Alþingi í gær. Nemur kostnaðurinn um fimm milljónum króna á ári og hlýst af ferðalögum, þýðingum skjala og túlkun á fundum.

Gros, sem er búsettur í Belgíu, er fulltrúi Framsóknarflokksins í bankaráðinu. Gibert, sem er bresk, var skipuð í peningastefnunefnd bankans í vor af forsætisráðherra.






Tengdar fréttir

Gros kostar um fimm milljónir

Seðlabankinn greiðir þann umframkostnað sem hlýst af því að útlendingurinn Daniel Gros situr í bankaráði bankans. Nemur kostnaðurinn um fimm milljónum króna á ári og hlýst af ferðalögum, þýðingum skjala og túlkun á fundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×