Stefnir í minni halla Magnús Már Guðmundsson skrifar 13. nóvember 2009 11:42 Steingrímur J. Sigfússon. Mynd/GVA Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að allt stefni í að minni halli verði á rekstri ríkissjóðs en fjárlög gerðu ráð fyrir. Vel er hægt að hækka tekjur ríkisins með öðrum hætti en hækka skatta, að mati Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisfloksins. Hann var málshefjandi í umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag um skattaáform ríkisstjórnarinnar. Steingrímur sagði horfur hafa heldur batnað og útlit sé fyrir að halli ríkissjóðs verði minni en fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í september geri ráð fyrir. „Það er aðallega af tvennum ástæðum. Það er að draga nokkuð úr útgjaldaþörf. Sérstaklega er það vaxtakostnaður ríkisins sem mun verða lægri á árinu því að það hefur gengið vel í endurreisn bankakerfisins. Ríkið mun sleppa frá því með muni minni kostnað og fjárbindingu enn í stefndi svo numið getur að minnsta kosti 10 og jafnvel allt að 17 milljarða lægri vaxtakostnaði. Í öðru lagi þá eru atvinnuleysishorfur heldur betri," sagði ráðherrann. Bjarni sagði fjárlagafrumvarpið vera uppfullt af götum og að ýmsar spurningar hefðu vaknað og þeim væri enn ósvarað. Hann gagnrýndi að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna og að ráðherrar hefðu einkum tjáð sig um fyrirhugaðar skattahækkanir á tröppum stjórnarráðsins. „Vinstristjórnin segir að nú þurfi að bæta fyrir þann skaða sem að nýfrjálshyggjan hafi valdið skattkerfinu í landinu. Því er haldið fram að skattar hafi lækkað svo mikið að tekjustofnar ríkisins standi ekki lengur undir gjöldunum. Með þessu er sem sagt verið að segja að vandinn liggi í því að fjárlagagatið stafi að of lágum sköttum. Þetta stenst enga skoðun. Fjárlagagatið er ekki til komið vegna þess að skattar hafi lækkað svo mikið á Íslandi. Fjárlagagatið er vegna þess að skattstofnanir hafa gefið eftir," sagði Bjarni. Steingrímur sagði að til að fást við mikinn halla verði að fara blandaða leið niðurskurðar ríkisútgjalda og skattahækkana. Formaður Sjálfstæðisflokksins fullyrti að hægt sé að hækka tekjur ríkisins með öðrum hætti en að hækka skatta. „Við höfum bent á leiðir. Þær eru raunhæfar. Þær felast í því að ríkið taki til sín frestaðar skatttekjur í lífeyrissjóðakerfinu. Horfum á séreignarsparnaðinn. Með því að nýta þá leið getum við lokað fjárlagagatinu og komið í veg fyrir frekar skuldasöfnun ríkisins," sagði Bjarni. Fjármálaráðherra gaf lítið fyrir hugmyndir sjálfstæðismanna. Þær væru afar óábyrgar. „Tökum bara út á risastór lán hjá kynslóðum framtíðarinnar. Tökum þetta bara út hjá lífskjörum lífeyrisþega og tekjum ríkis og sveitarfélaga í gegnum lífeyrissjóðakerfið. Það er leið sjálfstæðisflokksins. Hún er ekki mjög ábyrg," sagði Steingrímur. Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segir að allt stefni í að minni halli verði á rekstri ríkissjóðs en fjárlög gerðu ráð fyrir. Vel er hægt að hækka tekjur ríkisins með öðrum hætti en hækka skatta, að mati Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisfloksins. Hann var málshefjandi í umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag um skattaáform ríkisstjórnarinnar. Steingrímur sagði horfur hafa heldur batnað og útlit sé fyrir að halli ríkissjóðs verði minni en fjárlagafrumvarpið sem lagt var fram í september geri ráð fyrir. „Það er aðallega af tvennum ástæðum. Það er að draga nokkuð úr útgjaldaþörf. Sérstaklega er það vaxtakostnaður ríkisins sem mun verða lægri á árinu því að það hefur gengið vel í endurreisn bankakerfisins. Ríkið mun sleppa frá því með muni minni kostnað og fjárbindingu enn í stefndi svo numið getur að minnsta kosti 10 og jafnvel allt að 17 milljarða lægri vaxtakostnaði. Í öðru lagi þá eru atvinnuleysishorfur heldur betri," sagði ráðherrann. Bjarni sagði fjárlagafrumvarpið vera uppfullt af götum og að ýmsar spurningar hefðu vaknað og þeim væri enn ósvarað. Hann gagnrýndi að ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna og að ráðherrar hefðu einkum tjáð sig um fyrirhugaðar skattahækkanir á tröppum stjórnarráðsins. „Vinstristjórnin segir að nú þurfi að bæta fyrir þann skaða sem að nýfrjálshyggjan hafi valdið skattkerfinu í landinu. Því er haldið fram að skattar hafi lækkað svo mikið að tekjustofnar ríkisins standi ekki lengur undir gjöldunum. Með þessu er sem sagt verið að segja að vandinn liggi í því að fjárlagagatið stafi að of lágum sköttum. Þetta stenst enga skoðun. Fjárlagagatið er ekki til komið vegna þess að skattar hafi lækkað svo mikið á Íslandi. Fjárlagagatið er vegna þess að skattstofnanir hafa gefið eftir," sagði Bjarni. Steingrímur sagði að til að fást við mikinn halla verði að fara blandaða leið niðurskurðar ríkisútgjalda og skattahækkana. Formaður Sjálfstæðisflokksins fullyrti að hægt sé að hækka tekjur ríkisins með öðrum hætti en að hækka skatta. „Við höfum bent á leiðir. Þær eru raunhæfar. Þær felast í því að ríkið taki til sín frestaðar skatttekjur í lífeyrissjóðakerfinu. Horfum á séreignarsparnaðinn. Með því að nýta þá leið getum við lokað fjárlagagatinu og komið í veg fyrir frekar skuldasöfnun ríkisins," sagði Bjarni. Fjármálaráðherra gaf lítið fyrir hugmyndir sjálfstæðismanna. Þær væru afar óábyrgar. „Tökum bara út á risastór lán hjá kynslóðum framtíðarinnar. Tökum þetta bara út hjá lífskjörum lífeyrisþega og tekjum ríkis og sveitarfélaga í gegnum lífeyrissjóðakerfið. Það er leið sjálfstæðisflokksins. Hún er ekki mjög ábyrg," sagði Steingrímur.
Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Fleiri fréttir „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Sjá meira