Fótbolti

Þórunn Helga búin að skora í fjórum leikjum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þórunn Helga Jónsdóttir er að gera flotta hluti með Santos.
Þórunn Helga Jónsdóttir er að gera flotta hluti með Santos. Mynd/Stefán

Þórunn Helga Jónsdóttir skoraði eitt marka brasilíska liðsins Santos í 3-0 sigri á Caraguatatuba í Paulista-mótinu í gær. Santos-liðið er búð að vinna alla leiki sína í mótinu með markatöluna 41-0.

Þórunn skoraði annað mark Santos í leiknum og markið hennar í seinni hálfleik. Þórunn skoraði sitt fyrsta mark fyrir félagið í 11-0 sigri á Brasileirinho og hefur síðan skorað í öllum leikjum síðan. Þórunn skoraði líka í 6-0 sigri á Vera Cruz og í 21-0 sigri á Itariri.

Santos lék án níu landsliðskvenna í leiknum en þær eru að undirbúa sig fyrir landsleiki á móti Þjóðverjum og Svíum í lok mánaðarins. Santos var líka án þjálfara síns, Kleiton Lima, sem er nýtekinn við brasilíska landsliðinu.

Næsti leikur Santos í keppninni, sem er fyrir félög frá São Paulo héraðinu, er á móti Peruíbe á morgun, laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×