Innlent

Telja skilyrðin alltof bindandi

Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
Skilyrði meðeigenda Reykjavíkurborgar í Strætó bs. eru of bindandi segir formaður umhverfis- og samgönguráðs.
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Skilyrði meðeigenda Reykjavíkurborgar í Strætó bs. eru of bindandi segir formaður umhverfis- og samgönguráðs.

Umhverfis- og samgönguráð Reykjavíkur ákvað í gær að mæla með því við borgarráð að samþykkja ekki skilyrði sem sett hafa verið fram vegna endurfjármögnunar Strætó bs.

„Skiljanlega hafa sveitarfélögin áhyggjur af því að það sé endalaust að fara peningur í Strætó og þar af leiðandi settu þau fram ýmis skilyrði. Við viljum í raun endurfjármagna og að fyrirtækið haldi áfram en okkur fannst skilyrðin of bindandi fyrir rekstur Strætó á næstu árum. Til dæmis er varla hægt að gera ráð fyrir því að áætlanir þessa árs standist,“ segir Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, formaður umhverfis- og samgönguráðs. Hún kveður alla fulltrúana í ráðinu sammála um nauðsyn þess að endurfjármagna Strætó en að skilyrði séu of ströng og heftandi.

Samkvæmt tillögu Samtaka sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu á að setja samanlagt um þrjá milljarða króna til að bæta skuldastöðu Strætó. Hlutur Reykjavíkurborgar nemur 1,4 milljörðum. Þorbjörg Helga segir alla fulltrúana í umhverfis- og samgönguráði sammála um að áðurnefnd skilyrði séu óaðgengileg. Hins vegar sé nauðsynlegt að endurfjármagna Strætó.

Ólafur F. Magnússon, sem lagði fram sérstaka bókun á fundinum í gær segist orðinn langþreyttur á umræðu um að Strætó sé á hausn-um. „Sum sveitarfélögin hafa verið þung í taumi og virðast heldur vilja bæta við þriðja einkabílnum hjá fjölskyldum en að bæta þennan samgöngumáta,“ segir Ólafur. - gar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×