Innlent

Fyrsti alvöru hauststormurinn

Sigurður Þ. Ragnarsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Núna, föstudaginn 9. október, verður austan stormur eða jafnvel ofsaveður sunnanlands og vestan með snörpum vindhviðum allt upp undir 40m/s í námunda við fjöll og háhýsi, þar á meðal í Reykjavík.

Það verður hvasst nær allan daginn á þessum slóðum en fer að lægja sunnan til með kvöldinu.

Vindur verður hægari á Norður- og Austurlandi en þar hvessir þó heldur síðsegis og um kvölodið. Þessu veðri fylgir rigning víðast hvar, síst þó norðanlands.

Hitstigið verður á bilinu 3-10 stig mildast sunnan til á landinu. Á laugardag verður hvasst framan af degi, einkum á norðurhluta landisns en lægir smám saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×