Innlent

Tíu á gjörgæslu vegna svínaflensu

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Tíu sjúklingar liggja á gjörgæsludeild Landspítalans vegna svínaflensu eða H1N1 inflúensunnar. 39 eru inniliggjandi á spítalanum vegna flensunnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans.

Þar kemur jafnframt fram að frá því í gær hafi einn sjúklingur verið útskrifaður af gjörgæslu en einn nýr lagst þar inn. Á hádegi í gær voru 45 sjúklingar inniliggjandi á spítalanum og þar af 11 á gjörgæslu.

Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir í Fréttablaðinu í dag að svo gæti farið að um 100 manns til viðbótar þyrftu að leggjast inn. Þar með gætu sjúklingar á gjörgæsludeild orðið allt að þrjátíu talsins. Spítalinn verður áfram hafður á virkjunarstigi.




Tengdar fréttir

Fjörutíu á Landspítalanum vegna svínaflensu

Fjörutíu manns liggja á Landspítalanum vegna svínaflensunnar þar af tíu á gjörgæslu. Flestir sem eru á gjörgæslu eru um fimmtugt, yngsti sjúklingurinn er tveggja ára og sá elsti um áttrætt.

Aldrei fleiri flensusjúklingar á spítala

Aldrei hafa fleiri legið inni á Landspítala af völdum svínaflensu en í gær. Þá höfðu átta nýir lagst inn en enginn verið útskrifaður. Samtals voru 43 inniliggjandi, þar af ellefu á gjörgæslu. Yngsti gjörgæslusjúklingurinn var tveggja ára en sá elsti rúmlega áttræður.

Flensan gæti enn átt eftir að versna

Aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á Landspítalnum með svínaflensu. Þar liggja nú 45 sjúklingar með flesuna, þar af ellefu á gjörgæsludeild. Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans, segir að hann eigi von á því að í vikunni komi í ljós hvort flensan eigi enn eftir að versna eða hvort nú muni loks fara draga úr henni. Svo gæti farið að um 100 manns til viðbótar þyrftu að leggjast inn. Þar með gætu sjúklingar á gjörgæsludeild orðið allt að þrjátíu talsins en að jafnaði hefur fólk, þungt haldið af svínaflensu, þurft að dvelja þar í þrjá til fjórar vikur. Spítalann segir hann þó geta annað slíku álagi.

Aldrei fleiri á spítala með svínaflensu

Aldrei hafa fleiri sjúklingar legið á Landspítalnum með svínaflensu en 45 sjúklingar liggja þar nú, þar af ellefu á gjörgæslu. Undanfarna daga hafa borist fréttir af því að flensan sé í rénun en í dag var tekin ákvörðun um að hafa spítalann áfram á svokölluðu virkjunarstigi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×