Lífið

Segir syninum að kalla nýja kærastann pabba

Katie Price
Katie Price

Fyrirsætan barmgóða Katie Price, betur þekkt sem Jordan, hefur fundið nýtt vopn í skilnaðarstríði sínu við eiginmanninn Peter Andre. Nú berast þær fregnir úr herbúðum fyrirsætunnar að hún hafi beðið elsta son sinn að kalla nýja kærastann, Alex Reid, pabba sinn. Þessar fréttir eru eins og köld vatnsgusa framan í Andre sem hefur alltaf litið á fóstursoninn fyrrverandi sem sinn eiginn.

Elsta strákinn, Harvey, á Jordan með knattspyrnuhetjunni Dwight York en sonurinn er fatlaður. Í gegnum tíðina hefur samband hans við Andre verið mjög gott og því er hann sagður eyðilagður yfir þessum fréttum.

Náinn vinur söngvarans segir:

„Honum líður eins og Katie sé að nota Harvey sem handbendi í þessum skilnaðarfasa og það er ógeðslegt. Honum líður illa yfir því að Katie hafi valið Alex Reid sem föðurímynd fyrir strákinn. Það er að gera útaf við hann."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.