Lífið

Carla Bruni í næstu Woody Allen mynd

Carla Bruni og Woody Allen
Carla Bruni og Woody Allen
Carla Bruni sem er hvað þekktust fyrir að hafa gifst Nicolas Sarkozy stuttu eftir að hann varð forseti Frakklands árið 2007 hefur tekið að sér hlutverk í næstu kvikmynd leikstjórans Woody Allen. Leikstjórinn sagði fyrir skömmu að hann myndi bjóða Bruni það hlutverk sem hún vildi í næstu mynd sinni.

Bruni hefur ekki mikið verið á hvítatjaldinu til þessa en hún lék þó í kvikmyndinni Pret-a-Porter árið 1994.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.