Erlent

Sterkur jarðskjálfti undan strönd Rússlands

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Jarðskjálfti að styrkleika sjö stig á Richter varð um 300 kílómetra frá Kuril-eyjum, undan Kyrrahafsströnd Rússlands, klukkan tæplega hálffimm í morgun. Upptök skjálftans voru á um 38 kílómetra dýpi að sögn bandarísku jarðvísindastofnunarinnar og fannst hann á japönsku eyjunni Hokkaido. Flóðbylgjuvaktmiðstöðin á Hawaii sá ekki ástæðu til að gefa út flóðbylgjuviðvörun vegna skjálftans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×