Ný ríkisstjórn líklega mynduð á morgun 31. janúar 2009 12:19 Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræddu við fréttamenn í þinghúsinu fyrir stundu eftir fundi með sínum þingflokkum. Þau sögðu vel hafa verið tekið í verkáætluna væntanlegrar ríkisstjórnar, en stefnt er að því að koma á starfhæfari ríkisstjórn fyrir mánudag. Ráðherralistar liggja ekki fyrir. „Við fórum yfir verkáætlunina sem var reyndar tilbúin í gær og ég kynnti hana fyrir þinflokknum. Það var mjög mikil ánægja með hana og eindregin samstaða. Ég hef nú umboð til þess að ganga frá málinu á grundvelli þessarar verkáætlunar," sagði Jóhanna. Steingrímur tók í sama streng og sagði í raun ekkert eftir hjá sínum flokki annað en að klára ráðherraskipan. Hann sagði að fundur þeirra Jóhönnu með formanni Framsóknarflokksins hefði gengið vel og býst við að málin skýrist á næstu klukkustundum. Jóhanna sagði að ákveðið hik hefði komið á stjórnarmyndunina í gær þegar Framsóknarflokkurinn hefði viljað taka sér lengri tíma. Hún sagði framsóknarmenn vera að funda nú og ef ekkert óvænt kæmi upp á væri hægt að ganga frá málum þeirra á milli í dag. Jóhanna sagði ýmsa handvinnu eftir sem þyrfti að ganga frá en málin væru nú í höndum forseta Íslands. Hún ætti eftir að ræða við hann um niðurstöðu flokkanna en síðan yrði kallað til flokksráðsfunda á morgun þar sem málin yrðu fínpússuð. „Það er forsetinn sem ræður núna gangi mála. Hann hefur ekki ennþá boðað mig á sinn fund," sagði Jóhanna. Í máli þeirra kom fram að ráðherralistinn yrði lagður fyrir þingflokka áður en flokksráð flokkanna myndu hittast. Steingrímur sagði aldrei hafa komið til tals að Framsóknarflokkurinn fengi ráðherraembætti enda hefði hann ekki gert kröfu um það þegar flokkurinn bauðst til þess að verja stjórnina. Hann sagði að flokkarnir gætu afgreitt ráðherralistann með stuttum fyrirvara og vildi ekki festa sig í neinni tímasetningu en sagði að helgin ætti að duga. Aðspurður hvort stigin hefðu verið einhver feilspor þar sem ekki væru fordæmi fyrir minnihlutastjórnum hér á landi sagði Steingrímur ekki telja að svo væri. „Við höfum hinsvegar unnið þetta undir þröngum tímaramma og ætlum okkur að mynda starfhæfa ríkisstjórn á sem skemmstum tíma. Við erum ekki vanir að ganga frá málum með þessum hæti. Í morgun ræddum við meðal ananrs við formann Framsóknarflokksins um aðkomu þeirra á starfstíma ríkisstjórnarinnar. Við vorum ekki bara að ræða um aðkomu þeirra að stjórnarmynduninni heldur líka hver tenging þeirra verður í framhaldinu," sagði Steingrímur. Hann sagðist vonast til þess að Geir H. Haarde gæti setið sinn síðasta ríkisráðsfund áður en hann heldur út til meðferðar vegna veikinda sinna. Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon ræddu við fréttamenn í þinghúsinu fyrir stundu eftir fundi með sínum þingflokkum. Þau sögðu vel hafa verið tekið í verkáætluna væntanlegrar ríkisstjórnar, en stefnt er að því að koma á starfhæfari ríkisstjórn fyrir mánudag. Ráðherralistar liggja ekki fyrir. „Við fórum yfir verkáætlunina sem var reyndar tilbúin í gær og ég kynnti hana fyrir þinflokknum. Það var mjög mikil ánægja með hana og eindregin samstaða. Ég hef nú umboð til þess að ganga frá málinu á grundvelli þessarar verkáætlunar," sagði Jóhanna. Steingrímur tók í sama streng og sagði í raun ekkert eftir hjá sínum flokki annað en að klára ráðherraskipan. Hann sagði að fundur þeirra Jóhönnu með formanni Framsóknarflokksins hefði gengið vel og býst við að málin skýrist á næstu klukkustundum. Jóhanna sagði að ákveðið hik hefði komið á stjórnarmyndunina í gær þegar Framsóknarflokkurinn hefði viljað taka sér lengri tíma. Hún sagði framsóknarmenn vera að funda nú og ef ekkert óvænt kæmi upp á væri hægt að ganga frá málum þeirra á milli í dag. Jóhanna sagði ýmsa handvinnu eftir sem þyrfti að ganga frá en málin væru nú í höndum forseta Íslands. Hún ætti eftir að ræða við hann um niðurstöðu flokkanna en síðan yrði kallað til flokksráðsfunda á morgun þar sem málin yrðu fínpússuð. „Það er forsetinn sem ræður núna gangi mála. Hann hefur ekki ennþá boðað mig á sinn fund," sagði Jóhanna. Í máli þeirra kom fram að ráðherralistinn yrði lagður fyrir þingflokka áður en flokksráð flokkanna myndu hittast. Steingrímur sagði aldrei hafa komið til tals að Framsóknarflokkurinn fengi ráðherraembætti enda hefði hann ekki gert kröfu um það þegar flokkurinn bauðst til þess að verja stjórnina. Hann sagði að flokkarnir gætu afgreitt ráðherralistann með stuttum fyrirvara og vildi ekki festa sig í neinni tímasetningu en sagði að helgin ætti að duga. Aðspurður hvort stigin hefðu verið einhver feilspor þar sem ekki væru fordæmi fyrir minnihlutastjórnum hér á landi sagði Steingrímur ekki telja að svo væri. „Við höfum hinsvegar unnið þetta undir þröngum tímaramma og ætlum okkur að mynda starfhæfa ríkisstjórn á sem skemmstum tíma. Við erum ekki vanir að ganga frá málum með þessum hæti. Í morgun ræddum við meðal ananrs við formann Framsóknarflokksins um aðkomu þeirra á starfstíma ríkisstjórnarinnar. Við vorum ekki bara að ræða um aðkomu þeirra að stjórnarmynduninni heldur líka hver tenging þeirra verður í framhaldinu," sagði Steingrímur. Hann sagðist vonast til þess að Geir H. Haarde gæti setið sinn síðasta ríkisráðsfund áður en hann heldur út til meðferðar vegna veikinda sinna.
Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrða kafbáta „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Sjá meira