Erlent

Leggur áherslu á að þingið samþykki tillögur sínar

Mynd/AP
Barack Obama, Bandaríkjaforseti, leggur þunga áherslu á að bandríska þingið samþykki tillögur sínar uppstokkun á heilbrigðiskerfinu. Tillögurnar hafa mætt talsverðri andstöðu meðal þingmanna Repúblíkanaflokksins og Demókrataflokksins.

Forsetinn segir aftur á móti að núverandi kerfi sé of dýrt og þungt í vöfum. Hann telur að áætlun sín muni spara hinu opinbera hundruð milljarða dollara nái hún fram að ganga.

Obama flytur ræðu um tillögur sínar á sameiginlegum fundi fulltrúa- og öldungadeildar Bandaríkjaþings eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×